Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

209. fundur 25. janúar 2017 kl. 17:00 - 19:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1612011Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn um búfjárhald í flugskýli við Siglufjarðarflugvöll.

Umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði 3. greinar samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð nr. 185/2011, hvað varðar aðstöðu, þ.e. að hún sé innan marka svæðis þar sem gert er ráð fyrir búfjárhaldi á skipulagi. Því getur nefndin ekki samþykkt umsóknina. Þar sem búfé er í húsinu nú þegar, þá heimilar nefndin umsækjanda að halda búfé í flugskýlinu til mánaðarmóta júní/júlí 2017.

2.Aðstaða á Múlakollu fyrir fjarskipti

Málsnúmer 1701047Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Neyðarlínunnar þar sem kannað er viðhorf Fjallabyggðar til þess að Neyðarlínan fái að setja upp aðstöðu fyrir fjarskipti á Múlakollu auk þess að plægður yrði raf- og ljósleiðara strengur milli fyrirhugaðrar aðstöðu og Ólafsfjarðar.

Nefndin tekur jákvætt í tillögur neyðarlínunar en áréttar að ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort af gerð vegslóðar upp á Múlakollu verði.

3.Deiliskipulag-lóðir norðan Hafnarbryggju Þormóðseyri, Siglufirði

Málsnúmer 1611052Vakta málsnúmer

Drög að deiliskiplulagstillögu fyrir atvinnulóðir norðan Hafnarbryggju,Þormóðseyri lögð fyrir nefndina.

Nefndin samþykkir að kynna drög að deiliskipulagstillögu fyrir atvinnulóðir norðan Hafnarbryggju og mun tillagan vera aðgengileg hjá tæknideild Fjallabyggðar.

4.Deiliskipulag miðbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 1601077Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar mættu hönnuðir frá Landslag ehf. og kynntu drög að deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Siglufjarðar.

Nefndin samþykkir að kynna drögin og munu þau vera aðgengileg hjá tæknideild Fjallabyggðar.

5.Breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 1609086Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing á breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028. Athafna- og hafnarsvæði á Þormóðseyri, Siglufirði. Einnig lagður fram uppdráttur um breytingu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

Nefndin samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna og breytinguna í framhaldi.

6.Beiðni um leyfi til að gera vegslóða uppá Múlakollu

Málsnúmer 1612024Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar mættu forsvarsmenn Arctic Freeride ehf. og kynntu hugmynd sýna að vegslóða upp á Múlakollu í Ólafsfirði.

Nefndin óskaði eftir frekari gögnum og upplýsingum frá umsækjendum.

7.Lóðarmarkayfirlýsing - Ægisgata 13

Málsnúmer 1612041Vakta málsnúmer

Yfirlýsing um lóðarmarkabreytingu vegna stækkunar á lóð Menntaskólans á Tröllaskaga, Ægisgötu 13 lögð fyrir nefnd.

Erindi samþykkt.

8.Bátur á lóð

Málsnúmer 1701069Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá íbúa þar sem óskað er eftir að bátur inn á íbúarhúsalóð verði fjarlægður.

Með vísan til byggingarreglugerðar þá felur nefndin tæknideild að láta fjarlægja bátinn.

9.Umsókn um byggingarleyfi - ósk um breytta notkun á húsnæði Þverá.

Málsnúmer 1701073Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar á húsnæði úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði.

Erindi samþykkt.

10.Rekstraryfirlit nóvember 2016

Málsnúmer 1612046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.