Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017

Málsnúmer 1701004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 142. fundur - 09.02.2017

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Nýtt erindisbréf fyrir nefndina lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Farið yfir tilnefningar til bæjarlistamanns. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að tilnefna Arnfinnu Björnsdóttur sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2017. Útnefning fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg miðvikudaginn 25. janúar nk. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

    Bæjarstjórn óskar Arnfinnu Björnsdóttur til hamingju með tilnefninguna.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á menningarstefnu sveitarfélagsins.
    Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Linda Lea gerði grein fyrir verkefninu, sem ber nú vinnuheitið Arctic Coastline Route, og gengur út á að virkja sveitarfélögin og ferðaþjónustuaðila á svæðinu og sýna að Norðurland er aðgengilegt og freistandi valkostur fyrir ferðamenn allt árið. Fyrirmyndin að verkefninu er m.a. frá Noregi, Írlandi og Danmörku. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2017. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar-og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar.
    Starfsmaður sjóðsins verður með viðtalstíma í Fjallabyggð 23. janúar og veitir ráðgjöf við gerð umsókna.
    Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að skoða með umsóknir frá Fjallabyggð í sjóðinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Á síðasta ári fór af stað vinna við gerð bæklings um áhugaverða staði til fuglaskoðunar við Eyjafjörð. Sveitarfélögin á svæðinu standa fyrir þessari útgáfu en áður hafa verið gefnir út bæklingar bæði vestan- og austamegin við Eyjafjörð. Vinna með bæklinginn er nú á lokastigi og með útkomu hans er búið að kortaleggja fuglaskoðunarstaði frá Borðeyri í vestri og til Vopnafjarðar í austri. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Fyrirhugað er að efna til ráðstefnu um ferðaþjónustu í Fjallabyggð á vormánuðum. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að leggja drög að dagskrá ásamt tillögu að framsöguerindum fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16. janúar 2017 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - nóvember 2016. Menningarmál: Rauntölur, 80.543.573 kr. Áætlun, 82.743.057 kr. Mismunur; 2.199.484 kr.
    Markaðs- og ferðamál: Rauntölur, 6.659.481 kr. Áætlun 9.379.670 kr. Mismunur; 2.720.189 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 142. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.