Samstarf sveitarfélaga - bréf Akureyrarbæjar

Málsnúmer 1701050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24.01.2017

Lagt fram bréf bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar, dagsett 13. janúar 2017 um samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði.

Bæjarráð vísar umræðum um málið til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 142. fundur - 09.02.2017

Á 484. fundi bæjarráðs, 24. janúar 2017, var lagt fram bréf bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar, dagsett 13. janúar 2017 um samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði um gerð fýsileikakönnunar um sameiningu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu í eitt.
Bæjarráð vísaði umræðum um málið til bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Steinunn María Sveinsdóttir, Ásgeir Logi Ásgeirsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Sólrún Júlíusdóttir og Kristinn Kristjánsson.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar telur ekki tímabært að ráðast í gerð fýsileikakönnunar um sameiningu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu.