Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

14. fundur 12. mars 2015 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður, F lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Jakob Kárason varamaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir varamaður, S lista
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi

1.Heimsókn í Listhúsið Ólafsfirði

Málsnúmer 1503037Vakta málsnúmer

Fundurinn hófst á heimsókn í Listhúsið í Ólafsfirði. Framkvæmdastjóri Listhússins, Alice Liu, gerði grein fyrir starfsemi Listhússins. Markaðs- og menningarnefnd þakkar Alice fyrir greinargóða kynningu og óskar þeim til hamingju með metnaðarfullt starf.

2.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga forstöðumanns Tjarnarborgar um gjaldskrá fyrir menningarhúsið árið 2015.
Nefndin þakkar forstöðumanni fyrir framlagða gjaldskrá.
Nefndin samþykkir hins vegar, að gjaldskráin verði tekin til frekari umfjöllunar í vinnunni um framtíðarsýn Tjarnarborgar og bíður með að samþykkja hana þar til tillögur um framtíðarsýn hússins liggja fyrir.

3.Rekstur tjaldsvæða 2015

Málsnúmer 1503036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að samningar við rekstraraðila tjaldsvæða eru útrunnir.
Báðir aðilar, í Ólafsfirði og Siglufirði, hafa lýst yfir áhuga á því að fá að halda áfram að hafa umsjón með tjaldsvæðunum. Nefndin samþykkir að gengið verði til viðræðna við Bolla og Bedda ehf. um rekstur tjaldsvæðisins í Ólafsfirði og við Baldvin Júlíusson um rekstur tjaldsvæðisins á Siglufirði og samið verði um reksturinn til eins árs.

4.100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar 20. maí 2018

Málsnúmer 1305050Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 10. mars sl. var tekið fyrir erindi frá Siglfirðingafélaginu og Vildarvinum Siglufjarðar þar sem lagt er til að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar.
Bæjarráð telur rétt að haldið sé upp á stórafmæli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og samþykkir að vísa erindinu og frekari undirbúningsvinnu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
Markaðs- og menningarnefnd fagnar því að bæjarráð vilji halda upp á stórafmæli og bendir á að í ár á Ólafsfjörður 70 ára kaupstaðarafmæli en þau fékk bærinn 1. janúar 1945. Jafnframt eru 110 ár, þann 20. október nk. frá því að Ólafsfjörður, áður Þóroddsstaðarhreppur, hlaut verslunarréttindi.
Jafnframt vekur nefndin athygli bæjarráðs á því að á næsta ári (2016) eru 10 ár frá sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Markaðs- og menningarnefnd leggur til að þessum tímamótum verði fagnað og óskar eftir að bæjarráð veiti fjármagni í þessa viðburði.

Fundi slitið.