Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 9. apríl 2015

Málsnúmer 1504002F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 388. fundur - 14.04.2015

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 15.04.2015

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram bréf Jóns Hrólfs Baldurssonar og Ólafar Kristínar Daníelsdóttur vegna aðgengis að húsi þeirra við Lækjargötu 4c og afnotasamning fyrir lóðina Lækjargötu 6c.

    Tæknideild er falið að útbúa afnotasamning fyrir Lækjargötu 6c með aðgengi frá Lækjargötu. Jafnframt boðar nefndin Jón Hrólf Baldursson og Ólöfu Kristínu Daníelsdóttur á næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram erindi húseiganda að Hvanneyrarbraut 15. Óskað er eftir áliti nefndarinnar á fyrirhuguðum breytingum á húsinu áður en farið er í frekari útfærslur.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að grenndarkynna breytingarnar hjá húseigendum við Hvanneyrarbraut 13 og 17 og Vallargötu 3 og 7.
    Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 9. apríl 2015 Ólafur Kárason sækir um leyfi til að byggja svalir við Laugarveg 7 fyrir hönd húseiganda. Lagðar fram skissur af svölunum.

    Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fyrirvara um að fullnægjandi teikningum verði skilað inn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 181. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram til kynningar afsal vegna sölu á jörðinni Kvíabekk. Bókun fundar Afgreiðsla 181. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.