Bæjarráð Fjallabyggðar

386. fundur 30. mars 2015 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Málefni Sigurhæðar ses

Málsnúmer 1503065Vakta málsnúmer

Á 385. fundi bæjarráðs, 24. mars 2015, var lagt fram erindi frá Sigurhæð ses, dagsett 17. mars 2015, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð í tengslum við hugmyndir um að koma Náttúrugripasafninu fyrir í Strandgötu 4 Ólafsfirði og sölu á Aðalgötu 15 Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkti þá að boða fulltrúa stjórnar Sigurhæðar ses á sinn fund.

337. fundur bæjarráðs 16. apríl 2014, samþykkti drög að samþykktum fyrir sjálfseignarstofnunina Sigurhæðir ses. sem og tillögu að þjónustusamningi við Sigurhæðir ses. um rekstur Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði.
Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu bæjarráðs 20. maí 2014.

Á fund bæjarráð mættu fulltrúar Sigurhæðar, Þorsteinn Ásgeirsson og Alda María Traustadóttir.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að húsið við Aðalgötu 15 verði sett á sölu.

2.Rætur bs. - Staða byggðasamlagsins

Málsnúmer 1503001Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla bæjarstjóra um stöðu Róta bs. og lögð fram til kynningar bókun fulltrúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar í stjórn Róta sem lögð verður fram á næsta stjórnarfundi Róta bs.

3.Jarðgöng - verkefni slökkviliðs

Málsnúmer 1503080Vakta málsnúmer

Í erindi slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, móttekið 25. mars 2015, er kannað hvort heimild fáist til taka að sér verkefni, samkvæmt beiðni Vegagerðarinnar, við þvott á jarðgöngum.

Bæjarráð samþykkir að heimila verkefnið enda sé alls öryggis gætt á meðan, varðandi tankbíl með vatnsbirgðir.

4.Eldvarnareftirlit í Fjallabyggð

Málsnúmer 1503068Vakta málsnúmer

Á 385. fundi bæjarráðs, 24. mars 2015, var lagt fram yfirlit frá slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar um eldvarnareftirlit í bæjarfélaginu.

Bæjarráð óskaði þá eftir uppfærðum lista yfir skoðunarskylda staði vegna eldvarnareftirlits.

Uppfært yfirlit lagt fram.

5.Ýmis mál sem tengjast KF

Málsnúmer 1503067Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar móttekið 19. mars 2015, um atriði er tengjast bæjarfélaginu og KF á einn eða annan hátt.
Sex atriði eru talin upp og óskar félagið ýmist eftir svörum frá sveitarfélaginu eða að ákveðin vinna verði sett í gang til að klára ýmis mál.

Bæjarráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að taka saman upplýsingar um beina og óbeina styrki sem veittir voru til félagsins á árinu 2014 og samþykkta styrki fyrir árið 2015.

6.Áherslur MN og Air66N

Málsnúmer 1503089Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð miðvikudaginn 8. apríl á Akureyri um mikilvægi þess að byggt sé upp millilandaflug frá Norður- og Austurlandi.
Að fundinum standa Markaðsstofa Norðurlands, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Eyþing, Austurbrú og Fjórðungssamband Vestfirðinga.

Á fundinn eru boðaðir þingmenn Norðvesturkjördæmis og Norðausturkjördæmis, en auk þeirra fjármálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og innanríkisráðherra.

Óskað er eftir þátttöku sveitarstjóra og oddvita sveitarstjórna eða annarra sem að málinu koma.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fulltrúum bæjarráðs að sækja fundinn.
Markaðs- og menningarfulltrúi mun mæta.

7.Styrkumsóknir 2015 - Menningarmál

Málsnúmer 1409036Vakta málsnúmer

Á 371. fundi bæjarráðs, 9. desember 2014 var samþykkt að fresta afgreiðslu umsóknar vegna Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar og vegna Þjóðlagahátíðar.

Bæjarráð samþykkir að afgreiða styrkveitingu til Þjóðlagahátíðar að upphæð 1.000.000 og 800.000 til Þjóðlagaseturs eins og gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

Bæjarráð vonast til að niðurstaða fáist í viðræðum við ráðuneyti, fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar, varðandi aðkomu þess að rekstri Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar.

8.Umsókn um byggingarleyfi, Snorragata 3

Málsnúmer 1311073Vakta málsnúmer

Á 180. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 25. mars 2015, var tekin fyrir umsókn Selvíkur ehf um byggingarleyfi fyrir baðhúsi, útigeymslu og heitum potti og breytingu á innra skipulagi í miðrými hótelbyggingar. Samhliða breytingunum var óskað eftir stækkun lóðar til suðurs samkvæmt framlögðu lóðarblaði.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti breytingarnar og stækkun lóðar fyrir sitt leyti og vísaði til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir breytingar og stækkun lóðar.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25. mars 2015

Málsnúmer 1503013FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.