Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

17. fundur 18. mars 2015 kl. 16:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ásdís Sigurðardóttir varamaður, F lista
  • Anna María Elíasdóttir varamaður, D lista
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar og reglur

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir frá ÚÍF um drög að reglum um úthlutun frítíma. Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun vinna úr athugasemdunum.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að beina þeim tilmælum til aðildarfélaga ÚÍF, sem fengið hafa úthlutað frítímum í Íþróttamiðstöðinni fyrir barna- og unglingastarf, að innheimta á æfingagjaldi verði í nafni félaganna.
Gert er ráð fyrir að reglurnar verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Samningur um frístundakort 2015

Málsnúmer 1503032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar form um skráningu og uppgjör frístundakorta 2015.

3.Félagsmiðstöðin Neon

Málsnúmer 1502060Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði nefndinni grein fyrir athugasemdum sem borist hafa frá unglingum sem sækja félagsmiðstöðina Neon.
Félagsmiðstöðin sótti landsmót félagsmiðstöðva 13.-15. mars s.l. 45 unglinar tóku þátt og gekk ferðin vel í alla staði.

4.Ungmennaráð Fjallabyggðar 2015-2016

Málsnúmer 1503041Vakta málsnúmer

Unnið er að því að ganga frá skipan ungmennaráðs Fjallabyggðar og standa vonir til þess að ráðið verði starfhæft fyrir mánaðarmót.

5.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1503031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.
Samþykkt.

6.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir árið 2015. Gjaldskráin hækkar um 1,4% milli ára.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

7.Aðsókn í frítíma Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Málsnúmer 1503042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit frá íþrótta-og tómstundafullrúa um aðsókn í frítíma íþróttamiðstöðvar. Frítímar eru samtals 32 á viku og fjöldi iðkenda samtals 289 í þessum tímum.

8.Ungt fólk 2014 - Grunnskólar

Málsnúmer 1502004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.