Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015

Málsnúmer 1504001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 15.04.2015

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Á fund bæjarráðs kom Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

    Rædd voru málefni heilbrigðisstofnunarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Í tengslum við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2015, hefur komið fram athugasemd við gjaldflokkun heimagistingar, og þá helst hvort hægt sé að taka upp hlutfall gjalds miðað við hve mikið af húsnæðinu er leigt út og hversu lengi af árinu.
    Er í því sambandi vísað til útfærslu Reykjavíkurborgar.

    384. fundur bæjarráðs óskaði eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

    Lagt fram minnisblað með upplýsingum um fyrirkomulag álagningar heimagistingar hjá bæjar- og sveitarfélögum.
    Þar komu einnig fram upplýsingar um frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um einföldun á umsóknar- og umsagnarferli er varðar heimagistingu að hámarki átta vikur á ári.

    Upplýst var á fundinum að hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga er verið að vinna að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd álagningar fasteignaskatts af mannvirkjum í ferðaþjónustu.

    Bæjarráð samþykkir að fresta umfjöllun um álagningu fasteignaskatts á heimagistingu, þar til leiðbeiningar Sambands ísl. sveitarfélaga liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram til kynningar svar bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa Sólrúnar Júlíusdóttur vegna Grunnskóla Fjallabyggðar.

    a) Hver er áætluð hagræðing á árinu 2015 af því fyrir bæjarsjóð að flytja alla starfsemi Grunnskólans á Siglufirði undir eitt þak.
    b) Óskað er eftir sparnaði í launum, þó verður að undanskilja sparnað, sem hefur skapast vegna fækkunar nemenda.

    Svar bæjarstjóra má sjá í framlögðu skjali.

    Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum eins og fram kom á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 1412012 Gjaldskrár 2015
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Á 385. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar 2015.
    Bæjarráð samþykkti þá að gerður verði samanburður á gjaldskrám við sambærileg sveitarfélög.

    Lagðar fram gjaldskrár sem auglýstar hafa verið í Stjórnartíðindum í ár og á seinni hluta síðasta árs,
    frá Brunavörnum Austurlands, Slökkviliði Norðurþings, Slökkviliði Grundarfjarðar, Slökkviliði Fjarðabyggðar og Brunavörnum Skagafjarðar.

    Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram erindi skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, Láru Stefánsdóttur, dagsett 24. mars 2015, þar sem bent er á tengsl íþróttabrautar með afreks- og útivistarsviði við skólann og íþróttaaðstöðu í Ólafsfirði. Fram kemur í erindi að íþróttaaðstaða í Ólafsfirði sé með miklum ágætum fyrir utan líkamsræktaraðstöðuna og er vonast til að þar verði úr bætt.

    Bæjarráð samþykkir að fá umsögn frá deildarstjóra tæknideildar um málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Tekið fyrir erindi frá skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, dagsett 24. mars 2015 um störf vinnuhóps um málefni MTR og aðkomu skólans að honum.

    Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um fjölda nemendaígilda n.k. skólaár.
    Fulltrúar MTR tilnefndir í vinnuhópinn eru Lára Stefánsdóttir og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir.

    Bæjarráð telur rétt að stefna að fundi í lok þessa mánaðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Á 185. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi Norðurorku sem óskaði eftir að fá úthlutað lóðum utan um mannvirki sín á Ólafsfirði í samræmi við framlagða uppdrætti.

    Skipulags- og umhverfisnefndin samþykkti fyrir sitt leyti umsókn um lóðir.

    Bæjarráð samþykkir úthlutun lóða til Norðurorku.
    Bæjarráð beinir þeirri spurningu til nefndarinnar hvort rétt sé að óska eftir að lóðarhafi girði lóðirnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2015, dagsett 4. apríl 2015.

    Rekstrarniðurstaða tímabils er 53,9 milljónir, en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 62,3 millj.
    Tekjur eru 14,9 millj. hærri en áætlun, gjöld 14,7 millj. hærri og fjárm.liðir 8,2 millj. lægri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar - mars 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram yfirlit fyrir umsóknir félaga og félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2015.
    Í áætlun var gert ráð fyrir kr. 2.500.000.- og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að styrkir að upphæð kr. 2.470.901 verði samþykktir í samræmi við framlagt yfirlit og reglur Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að taka reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til endurskoðunar fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram kauptilboð í íbúð 201 að Laugarvegi 39 Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að gera tilboðsgjafa gagntilboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram kauptilboð í íbúð 202 að Ólafsvegi 30 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að gera tilboðsgjafa gagntilboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Á 380. fundi bæjarráðs var samþykkt að framlengja samning um malbikun við Malbikun K-M ehf. um eitt ár og lögð áhersla á að yfirlagnir og viðgerðir verði unnar fyrri hluta sumars.

    Í erindi deildarstjóra tæknideildar er óskað eftir afstöðu bæjarráðs til þess að einingaverð í samningi verði uppfært um 3,6% samkv. byggingarvísitölu sem fyrirtækið hafði láðst að gera þegar framlenging samnings var til umræðu í bæjarráði.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að gera verðkönnun í malbiksyfirlagnir fyrir Fjallabyggð.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að gera verðkönnun í malbiksyfirlagnir.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Forsætisráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 21. maí 2015 á Akureyri um málefni þjóðlendna.

    Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að sækja fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga, 17. apríl 2015 í Kópavogi.

    Bæjarráð samþykkir að formaður og varaformaður bæjarráðs og bæjarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagt fram erindi frá Styrktarfélagi barna með einhverfu, þar sem óskað er eftir stuðningi við átakið "Blár apríl".

    Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 25 þúsund kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um tilnefningar í starfshóp um samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru á ákvörðun Akraneskaupstaðar um álagningu sorphirðu- og eyðingargjalda á fasteign á Akranesi. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 20. febrúar 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð 827. fundar frá 27. mars 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 9. apríl 2015 Fundargerð lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 387. fundar bæjarráðs staðfest á 114. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.