Bæjarstjórn Fjallabyggðar

99. fundur 09. apríl 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Sigurður Hlöðversson bæjarfulltrúi
  • Margrét Ósk Harðardóttir varabæjarfulltrúi
  • Guðrún Árnadóttir varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Forseti Ingvar Erlingsson setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir, að undanskildum Agli Rögnvaldssyni og S. Guðrúnu Hauksdóttur sem boðuðu forföll. Í þeirra stað mættu Guðrún Árnadóttir og Margrét Ósk Harðardóttir.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að taka fundargerð 56.fundar hafnarstjórnar á dagskrá og þjónustusamning sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks á starfssvæði Róta bs. á vestanverðu Norðurlandi.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014

Málsnúmer 1402002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Fjallabyggð er boðið að vera áfram í samstarfi við ríkið um útboð á vegum Ríkiskaupa, sem fram fer fyrir árið 2014.
    Lokafrestur til að skila inn staðfestingu á aðild að rammasamningnum er til föstudagsins 28. febrúar n.k.
    Bæjarráð samþykkir og felur bæjarstjóra að skila inn staðfestingu á aðild Fjallabyggðar fyrir umræddan lokafrest.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Allann með áorðnum breytingum.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Skólaráð er lögbundin nefnd, en telst ekki til stjórnsýslunefndar þar sem hún er ekki bær til að taka stjórnvaldsákvarðanir. Upplýsingar liggja fyrir um að sveitarfélög eru almennt ekki að greiða foreldrum fyrir setu í skólaráði. Sveitarfélögum er það ekki skylt og kemur það fram í svari frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
    Bæjarráð telur þar með ekki ástæðu til að taka upp greiðslur fyrir setu í skólaráði og er bæjarstjóra falið að koma þeirri ákvörðun til skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagðar fram innheimtureglur fyrir Fjallabyggð.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar reglur verði samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagt fram minnisblað frá skrifstofu- og fjármálastjóra, dags. 19.02.2014.
    Gerð var verðkönnun um kröfuinnheimtu fyrir bæjarfélagið og var skiladagur 14. febrúar 2014.
    Þrír innheimtuaðilar tóku þátt í umræddri verðkönnun.
    Bæjarráð leggur til að teknar verði upp viðræður við Inkasso/Inkasso Legal þar sem könnunin gefur til kynnað að kostnaður fyrir greiðendur og kröfuhafa er að meðaltali lægstur.
    Bæjarráð telur rétt að miða slíkan samning við tvö ár.
    Samþykkt samhljóða.
     
    Bókun fundar <DIV><DIV>Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.<BR>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.<BR>Sigurður Hlöðvesson sat hjá.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Í framhaldi af minnisblaði Landslaga frá 27. janúar 2014, sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs, lagði bæjarstjóri fram bréf sitt frá 5. febrúar til lögmanns bæjarfélagsins og bréf lögmannsins dags. 10.02.2014 til Pacta á Akureyri.
    Bréfin lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Þjóðskalasafn Íslands hefur formlega óskað eftir staðfestingu á nafnabreytingu á héraðsskjalasafninu, sem varð í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna árið 2006.
    Nafnið verði Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og eru lagðar fram samþykktir fyrir safnið til samþykktar.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktirnar og breytingin á nafni safnsins verði samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagt fram bréf frá Önnu Maríu Guðlaugsdóttur er varðar hugmyndir um "sjávardýragarð" í Ólafsfirði. Málið hefur verið rætt í hafnarstjórn og markaðs- og menningarnefnd.
    Hafnarstjórn hefur samþykkt framlag að upphæð kr. 250.000.- og samþykkir bæjarráð kr. 310.000.- til viðbótar, til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.
    Samþykkt, Egill sat hjá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagður fram tölvupóstur frá Einari Benediktssyni f.h. Olíuverslunar Íslands er varðar hugmyndir eða áform um að hanna fjölþætt útivistarsvæði og samhliða alhliða þjónustumiðstöð.
    Olíuverslun Íslands hf. lýsir yfir áhuga á að koma að þessu spennandi verkefni og fá úthlutaðri lóð til slíkrar starfsemi.
    Lagt fram til kynningar, enda er málið til frekari skoðunar, umræddar lóðir í skipulagsferli og síðan verður málið til frekari umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands dags. 4. febrúar sl.
    Vakin er athygli á að umsóknarfrestur í styrktarsjóð rennur út í lok apríl.
    Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar hjá markaðs- og menningarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagt fram bréf frá formanni smábátafélagsins Skalla, dags.10.02.2014, er varðar úthlutun Fiskistofu á byggðakvóta til útgerða í Fjallabyggð.
    Fram koma einnig ábendingar í umræddu bréfi frá aðalfundi Landssambands smábátaeigenda frá því í október 2013.
    Lagt fram til kynningar.
    Bæjarráð leggur áherslu á að reglur bæjarstjórnar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagt fram minnisblað frá skrifstofu- og fjármálastjóra, dags. 19.02.2014.  er varðar afskriftir viðskiptakrafna.
    Í tengslum við uppgjör fyrir árið 2013 leggur hann fram tillöga að endanlegri afskrift viðskiptakrafna að upphæð kr. 9.611.217.-.
    Í ársreikningum undanfarin ár hefur verið gerð varúðarfærsla til að mæta afskriftum krafna og er á niðurfæslureikningnum um 25 milljónir króna.
    Ekki þarf því að gera rekstrarlegar breytingu í ársreikningi vegna þessarar niðurfærslu.
    Bæjarráð samþykkir einnig að allar eignir sem færðar voru yfir í Leyningsás - sjálfseignarfélags, verði afskrifaðar úr bókum bæjarfélagsins.
    Samþykkt samhljóða.
     
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar afskriftir verði samþykktar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar er varðar endurnýtingu á affalsvatni á Ólafsfirði.
    Fram komnum ábendingum er vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar til skoðunar.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lögð fram stefna (bótakrafa) v/ slóðagerðar á Siglufirði. Málið er til umfjöllunar og afgreiðslu hjá Ofanflóðasjóði í Umhverfisráðuneytinu.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lögð fram til kynningar fundargerð frá 07.02.2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagðar fram upplýsingar um uppsetningu kjörskrár og skráningu kjördeilda.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagðar fram upplýsingar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Fjallabyggðar á árinu 2013.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagðar fram upplýsingar er varðar staðgreiðsluuppgjör fyrir Fjallabyggð fyrir árið 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lögð fram stjórnsýsluskoðun fyrir árið 2013 sem unnin var af KPMG.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lagðar fram til kynningar fundargerðir 250. fundar og 251. fundar stjórnar Eyþings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19. febrúar 2014
    Lögð fram til kynningar fundargerð 812. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.                   
    Bókun fundar Afgreiðsla 332. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014

Málsnúmer 1402003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014
    Endurskoðendur leggja fram minnisblað er varðar Tjarnarborg sf.
    Fram koma tvær tillögur um slit á félaginu.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farin verði hefðbundin leið skv. lögum nr. 50/2007 um sameignarfélög.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa málið fyrir fund bæjarstjórnar í apríl.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 333. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera breytingar á samþykktum bæjarfélagsins er varðar fjölda fulltrúa í bæjarstjórn Fjallabyggðar.
    Málið verður tekið til afgreiðslu á seinni fundi bæjarstjórnar í mars.
    Bókun fundar Afgreiðsla 333. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 2.3 1402064 Upplýsingaskjáir
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014
    Lagðar fram upplýsingar um fyrirhuguð kaup á upplýsingaskjám fyrir báða bæjarkjarna Fjallabyggðar. Áætlaður kostnaður er um 1.1 m.kr.
    Um er að ræða kaup á 42" Nec skjá með netspilara, gólfstandi og tiny - tölvum.
    Búnaði þessum verður komið upp í Tjarnarborg og í bókasafni bæjarfélagsins á Siglufirði.
    Skjáfletinum er hægt að skipta upp á ýmsa vegu, til að setja fram upplýsingar til bæjarbúa og gesta.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 333. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014
    Farið var yfir endurbætur á fyrirhuguðu bókasafni og þjónustumiðstöð að Ólafsvegi 4 Ólafsfirði.
    Fram komnar hugmyndir ræddar og er ætlunin að leggja fram tillögu á næsta fundi bæjarráðs er varðar framkvæmdina.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 333. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014
    Lögð fram ósk um aukafjárveitingu til kaupa á búnaði fyrir héraðsskjalasafnið. Áætlaður kostnaður er um þrjúhundruð þúsund krónur.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 333. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014
    Lagðar fram til kynningar upplýsingar um viðhald gatna og gangstétta sem ráðast þarf í á næstu árum.
    Ætlunin er að leggja fram viðaukatillögu er þetta mál varðar á næsta fundi bæjarráðs í ljósi útkomu bæjarfélagsins á síðasta ári.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 333. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 333. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 333. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014
    Tölvupóstur frá Hjördísi Þórhallsdóttur flugvallarstjóra á Akureyrarflugvelli, lagður fram til kynningar.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort og með hvaða hætti bæjarfélagið geti tekið við umræddum eignum sem eru flugvöllur, flughlað og byggingar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 333. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014
    Lagður fram undirritaður þjónustusamningur Bókasafns Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 333. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25. febrúar 2014
    Lögð fram til kynningar, áform um að skoða aðbúnað og húsnæði fyrir Hérðaðskjalasafn Fjallabyggðar á miðhæð í ráðhúsi á Siglufirði.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 333. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 334. fundur - 5. mars 2014

Málsnúmer 1402005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 334. fundur - 5. mars 2014
    Lagt fram uppfært erindi frá Ferðatröllum, ásamt ítarupplýsingum vegna landshlutasíðu fyrir utanverðan Tröllaskaga, dagsett 12. febrúar 2014.

    Heimasíðugerð, www.visittrollaskagi.is

    Í framhaldi af erindi frá 18. desember s.l.  hafa fulltrúar Ferðatrölla, Freyr Antonsson, Kolbrún Reynisdóttir og Kristján Hjartarson, ásamt Margréti Víkingsdóttur, upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar og Kristni Reimarssyni, markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar skoðað betur hvað felst í landshlutavef frá Stefnu og hvaða kostnaður er við uppsetningu og rekstur.  Í kjölfarið fékkst nákvæmara verðtilboð frá Stefnu sem miðast við landshlutavef sem inniheldur "visit einingu" og er einnig skalanlegur fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur.

    Í framhaldi af þeirri skoðun er lagt til að Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð skipti á milli sín kostnaði við kaup á kerfinu og rekstri þess, en Ferðatröll taki að sér verkefnisstjórn og beri kostnað af því, en kostnaður við verkefnisstjórn er áætlaður á bilinu 300.000 til 500.000 kr.
    Áætlaður hlutur á hvort sveitarfélag yrði þá um 594.000 kr.
    Samkvæmt tilboðinu er mánaðargjald 14.900 kr, þessar tölur eru án vsk.

    Lagt er til að nota vefslóðina www.visittrollaskagi.is ef Menningarfélagið Berg fellst á það og að aðrar slóðir eins og t.d. www.arcticbow.is bendi á sömu síðu, einnig að því gefnu að eigendur lénsins fallist á það.

    Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 334. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 334. fundur - 5. mars 2014
    Í erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólms Þórðarsonar f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dagsett 13. febrúar 2014, er óskað eftir leyfi Fjallabyggðar til að ferja fólk upp á fjöll sem eru í eigu sveitarfélagsins, með sérbúnum snjótroðara, til útsýnis- og skíðaferða.  
    Fari svo að leyfi fáist er stefnt að því að hefja ferðir veturinn 2014-2015.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd, þar sem umsækjendur geta farið nánar yfir hugmyndir sínar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 334. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 334. fundur - 5. mars 2014
    Í erindi Björgunarsveitanna Tinds og Stráka, dagsett 24. febrúar 2014, er lögð fram rökstudd ósk um styrk frá Fjallabyggð í formi líkamsræktarkorta fyrir hluta þeirra björgunarsveitamanna sem eru á útkallslista.  Um er að ræða ca. 8 aðila í hvorri sveit eða alls 16 manns.
    Bæjarráð samþykkir beiðnina og leggur til að samskonar útfærsla sé viðhöfð og er hjá slökkviliði Fjallabyggðar er varðar líkamsræktarkort.
    Samþykkt er að vísa útgjöldum allt að upphæð 110 þúsund kr. í viðauka við fjárhagsáætlun 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 334. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 334. fundur - 5. mars 2014
    Á fund bæjarráðs mættu bæjarfulltrúarnir, Sigurður Hlöðvesson, Guðmundur Gauti Sveinsson og S. Guðrún Hauksdóttir, varabæjarfulltrúinn Ásdís Pálmadóttir og endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G Þorsteinsson.

    Þorsteinn G Þorsteinsson endurskoðandi gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings Fjallabyggðar.
    Fram kom hjá endurskoðanda að staða sveitarfélagsins væri sterk.
    Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.860,8 millj. kr.
    Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 150,1 millj. kr.
    Eigið fé í árslok nam 1.903,8 millj. kr.
    Skuldir og skuldbindingar 1.756,9 millj. kr.
    Handbært fé í árslok er 206,1 millj. kr.

    Bæjarráð undirritaði ársreikning og samþykkti að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 334. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 334. fundur - 5. mars 2014
    Ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar fyrir 2013, dagsett 24. febrúar 2014, lögð fram til kynningar.
    Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra greinargóða ársskýrslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 334. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 334. fundur - 5. mars 2014
    Lagt fram erindi til kynningar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dagsett 24. febrúar 2014, um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 277. mál.
    Frestur til að skila inn umsögn er til 13. mars n.k.
    Bókun fundar Afgreiðsla 334. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 334. fundur - 5. mars 2014
    Lagt fram erindi til kynningar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dagsett 24. febrúar 2014, um tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 276. mál.
    Frestur til að skila inn umsögn er til 13. mars n.k.
    Bókun fundar Afgreiðsla 334. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014

Málsnúmer 1403003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014
    Tekið til afgreiðslu erindi sem frestað var á 334. fundi bæjarráðs.

    Lagt fram uppfært erindi frá Ferðatröllum, ásamt ítarupplýsingum vegna landshlutasíðu fyrir utanverðan Tröllaskaga, dagsett 12. febrúar 2014.

    Heimasíðugerð, www.visittrollaskagi.is

    Í framhaldi af erindi frá 18. desember s.l. hafa fulltrúar Ferðatrölla, Freyr Antonsson, Kolbrún Reynisdóttir og Kristján Hjartarson, ásamt Margréti Víkingsdóttur, upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar og Kristni Reimarssyni, markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar skoðað betur hvað felst í landshlutavef frá Stefnu og hvaða kostnaður er við uppsetningu og rekstur.

    Í kjölfarið fékkst nákvæmara verðtilboð frá Stefnu sem miðast við landshlutavef sem inniheldur "visit einingu" og er einnig skalanlegur fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur.

    Í framhaldi af þeirri skoðun er lagt til að Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð skipti á milli sín kostnaði við kaup á kerfinu og rekstri þess, en Ferðatröll taki að sér verkefnisstjórn og beri kostnað af því, en kostnaður við verkefnisstjórn er áætlaður á bilinu 300.000 til 500.000 kr.
    Áætlaður hlutur á hvort sveitarfélag yrði þá um 594.000 kr.
    Samkvæmt tilboðinu er mánaðargjald 14.900 kr., þessar tölur eru án vsk.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða stofn- og rekstrarstyrk í verkefnið samtals 860 þúsund og vísar upphæð til gerðar viðauka við fjárhagsáætlunar 2014.

    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014
    Lögð fram til kynningar ályktun Landssambands eldri borgara um húsnæðisstefnu.  
    Ályktunin var til umfjöllunar á stjórnarfundi Félags eldri borgara á Siglufirði 19. febrúar s.l. og formanni falið að kynna bæjarráði.
    Um leið er bæjarráði þakkaður stuðningur við starfsemi félagsins og óskað góðrar samvinnu við sveitarfélagið í framtíðinni að málefnum eldri borgara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014
    Lagt fram yfirlit fyrir umsóknir félaga og félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2014.
    Í áætlun var gert ráð fyrir kr. 2.000.000.- og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að styrkir að upphæð kr. 1.965.526 verði samþykktir í samræmi við framlagt yfirlit.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014
    Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014
    Starfsreglur fyrir Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, teknar til umfjöllunar.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að starfsreglurnar séu samþykktar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014
    Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014

    Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, dagsett 28. febrúar 2014 um aðalfund.
    Fundurinn verður haldinn 27. mars 2014, kl. 14:00 á Grand hóteli Reykjavík.
    Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagins á fundinum.
    Jafnframt var lagt fram bréf frá sjóðnum, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014
    Markaðs- og menningarnefnd tók fyrir á 6. fundi sínum 17. mars 2014 erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólms Þórðarsonar f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dagsett 13. febrúar 2014, þar sem óskað er leyfis Fjallabyggðar til að ferja fólk upp á fjöll sem eru í eigu sveitarfélagsins, með sérútbúnum snjótroðara, til útsýnis- og skíðaferða. Fari svo að leyfi fáist er stefnt að því að hefja ferðir veturinn 2014-2015.
    Á fund nefndarinnar mætti Þórður Guðmundsson til að kynna nánar hugmyndir að fólksflutningum á fjöll. Leitað er eftir heimild fyrir að ferja fólk upp í Múlakollu í Ólafsfjarðarmúla og Burstabrekkudal og Hólkotshyrnu í Ólafsfirði. Laga þarf vegaslóða þessu tengdu og er óskað heimildar til að sjá um það.
    Markaðs- og menningarnefnd tekur jákvætt erindið.
    Lagt er til við bæjarráð að afnot af landi sé heimiluð, af því gefnu að haft verði samráð við tæknideild varðandi slóðagerð og sótt verði um leyfi til skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bæjarráð tekur undir bókun markaðs- og menningarnefndar og leggur áherslu á að fullt samráð verði haft við landeigendur og tæknideild er varðar slóðagerð á fyrirhuguðum svæðum og að framkvæmdir stangist ekki á við aðal- eða deiliskipulag Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014
    Lagt fram til kynningarbréf dagsett 25. febrúar 2014, þar sem lýsing er á endurskoðunarþjónustu KPMG og skilgreining á ábyrgð KPMG annars vegar og stjórnenda sveitarfélagsins hins vegar. Um er að ræða uppfært bréf með hliðsjón af breyttum lögum, reglum og/eða stöðlum er varða endurskoðun sveitarfélaga frá því að síðasta bréf um endurskoðun var undirritað.
    Bæjarráð vísar kynningarbréfinu til bæjarstjórnarfundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014
    Fundargerð frá 28. febrúar 2014, lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014 Rekstraryfirlit desember lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 335. fundur - 20. mars 2014 Lögð fram til kynningar fundargerð 813. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 335. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014

Málsnúmer 1403006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Sundsamband Íslands mun standa að boðsundskeppni milli grunnskóla sem fram fer um allt land. Úrslitakeppnin fer fram í apríl í Reykjavík.
    Markmið keppninnar er að stuðla að aukinni hreyfingu krakka. Sambandið óskar eftir styrkveitingu frá Fjallabyggð.
    Bæjarráð hafnar erindinu þar sem Grunnskóli Fjallabyggðar telur sér ekki fært að taka þátt í verkefninu, vegna þess hvað það er seint fram komið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Forvarnarsamtökin Lífsýn mun halda fund á Siglufirði 9. maí n.k. og óska eftir 100 þúsund króna fjárstuðningi frá Fjallabyggð.
    Bæjarráð samþykkir að fá umsögn félagsmálanefndar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Guðrún Árnadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Farið yfir ábendingar sem borist hafa frá Innanríkisráðuneytinu varðandi samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.  Þar eru aðallega um minniháttar orðalagsbreytingar að ræða.
    Breyta þarf fjölda bæjarfulltrúa í 7 í fyrstu grein, eftir samþykkt bæjarstjórnar.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra, Sigurði Val Ásbjarnarsyni, forseta bæjarstjórnar Ingvari Erlingssyni og Agli Rögnvaldssyni bæjarfulltrúa að leggja fram breytingartillögu á næsta bæjarstjórnarfundi við samþykktir um stjórn Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Lagt fram bréf frá stjórn Hollvinafélaga Sigurhæðar.
    Bæjarráð hefur áður tekið vel í hugmyndir um safnahús og samþykkir að vísa samþykktum til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ólafur H. Marteinsson.<BR>Bæjarstjóri bar upp tillögu um að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.<BR>Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Lagt fram bréf frá formanni Smábátafélagsins Skalla frá 26.02.2014. Þar kemur fram að óskað er eftir því að bæjarráð endurskoði úthlutunarreglur fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 og geri hlut smábátaeigenda á Siglufirði meiri.

    Bæjarráð vísar í fyrra svar þar sem fram kom að reglur bæjarstjórnar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.
    Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fá formlegt svar hjá Sjávarútvegsráðuneytinu, hvort breytingar á úthlutunarrelgum séu mögulegar eftir að frestur hefur runnið út.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Viðaukar fyrir árið 2014 lagðir fram til kynningar.
    Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þeirra til bæjarstjórnarfundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Skýrslutæknifélagið og öldungadeild Skýrslutæknifélagsins er að safna loforðum um fjármögnun á skrásetningu á sögu upplýsingatækni á Íslandi. Áætlaður kostnaður er um 20 m.kr.

    Bæjarráð hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Lagðar fram til kynningar tillögur er varðar landnýtingu og skipulag miðbæjar á Siglufirði og á Suðurtanga.
    Einnig lögð fram fundargerð samráðsnefndar fulltrúa Rauðku og Fjallabyggðar frá 27. mars 2014.
    Framhaldsfundur samráðsnefndar er fyrirhugaður í apríl. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Lögð fram kynning og bæklingur frá Íslenska sjávarklasanum um vinnuskóla um sjávarútveg.
    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslu- og frístundanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 54. fundur - 3. mars 2014

Málsnúmer 1402004FVakta málsnúmer

Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 54. fundur - 3. mars 2014
    Farið var yfir starfsskyldur og starfslýsingu fyrir starf yfir-hafnarvarðar.
    Eftir umræður og ábendingar var samþykkt að auglýsa starf yfir-hafnarvarðar með framkomnum ábendingum hafnarstjórnar.

     

    Starf yfir-hafnarvarðar við hafnir Fjallabyggðar er laust til umsóknar. 
    Umsóknarfrestur er til og með 28. mars n.k.

    Um er að ræða 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst, helst frá 1. maí n.k.


    Hæfniskröfur:

    Góð tölvukunnátta er nauðsynleg, almenn menntun sem nýtist í starfi, skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, ákveðni, lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
    Vegna eðlis starfsins er mikilvægt að viðkomandi búi á starfssvæði hafnanna og æskilegt væri að viðkomandi hafi löggildingu vigtarmanns.

    Hreint sakavottorð er skilyrði.

    30 tonna skipstjórnarréttindi er kostur.

    Staðgóð þekking á höfnum Fjallabyggðar er kostur.
    Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

     

    Nánari upplýsingar gefur hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson í síma 894-5622

    Umsóknir skulu vera skriflegar og skulu hafa borist eigi síðar en 28. mars eða á netfangið sigurdur@fjallabyggd.is

    Samþykkt samhljóða.

    Lagt fram bréf frá Sigurði Helga Sigurðssyni þar sem fram kemur að hann segir upp stöðu yfir-hafnarvarðar frá og með 1. júní 2014.

    Hafnarstjórn þakkar Sigurði Helga fyrir góð störf fyrir Fjallabyggðarhafnir.

    Bókun fundar <DIV><DIV>Þorbjörn Sigurðsson vék af fundi við umfjöllun þessa dagskrárliðar.<BR>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson, Ólafur H. Marteinsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Guðmundur Gauti Sveinsson.<BR>Afgreiðsla 54. fundar hafnarstjórnar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.<BR>Sigurður Hlöðvesson sat hjá.</DIV></DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 54. fundur - 3. mars 2014
    Farið var yfir fyrri ákvörðun hafnarstjórnar um að koma fram með umhverfisstefnu fyrir Fjallabyggðarhafnir.
    Hafnarstjórn samþykkir að byggja á drögum sem umhverfis- og öryggisnefnd Hafnarsambandsins hefur unnið.
    Samþykkt samhljóða og er lögð áhersla á að hún verði lögð fram á næsta fundi hafnarstjórnar.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 54. fundar hafnarstjórnar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 54. fundur - 3. mars 2014
    Lagðar fram skýrslur og upplýsingar um heimaflota og vöruflutninga sem hafnarstjóri hefur skilað til áætlunardeildar hjá Vegagerð ríkisins sem fer nú með umrædd mál.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar hafnarstjórnar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 54. fundur - 3. mars 2014
    Lagðar fram tillögur um nýtt vaktarfyrirkomulag á höfnum Fjallabyggðar.
    Hafnarstjóra falið að koma umræddum tillögum til framkvæmda með nýjum yfir-hafnarverði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar hafnarstjórnar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 54. fundur - 3. mars 2014
    Hafnarstjórn skorar á bæjarstjórn Fjallabyggðar að sækja um framkvæmdafé til lagfæringar á Hafnarbryggju á Siglufirði.
    Málið er afar brýnt að mati hafnarstjórnar og er lögð áhersla á að framkvæmdir hefjist á árinu 2015.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 54. fundar hafnarstjórnar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

7.Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 1. fundur - 5. mars 2014

Málsnúmer 1403002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 7.1 1403008 Grunnskóli Norðurgötu 10, málefni byggingarnefndar grunnskólans
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 1. fundur - 5. mars 2014
    Verkáætlun:
    Verkið er um það bil eina viku á undan verkáætlun. Við samanburð á viðbyggingu grunnskólans á Ólafsfirði árið 2012 þá kemur ljós að viðbygging grunnskólans á Siglufirði er ca. einum og hálfum mánuði á undan þeirri framkvæmd tímalega séð.
    Samskipti milli verktaka og skóla:
    Samskipti hafa verið til fyrirmyndar milli verktaka og skólastjórnenda á verkstað. Samráð hefur verið haft við skólastjóra þegar það á við.
    Hönnun:
    Engar breytingar hafa verið gerðar á viðbyggingunni að undanskildri færslu á millivegg í smíðastofu. Sú breyting hefur engin áhrif á kostnað byggingarinnar.
    Búnaður:
    Skólastjóri mun leggja fram lista yfir þann búnað sem kaupa þarf vegna viðbyggingarinnar.
    Framkvæmdakostnaður:
    Áætlaður kostnaður skólaviðbygginga er 175.000.000 fyrir árið 2014.
    Áætluð skipting kostnaðar er.
    Grunnskólinn Ólafsfirði 4.000.000,- Geymsla, ræstiherbergi, málun og fl.
    Grunnskólinn Siglufirði 11.000.000,- búnaðarkaup.
    Grunnskólinn Siglufirði 160.000.000,- Bygging, hönnun og eftirlit.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Margrét Ósk Harðardóttir, Sigurður Hlöðvesson og Guðrún Árnadóttir.<BR>Afgreiðsla 1. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 7.2 1403006 Grunnskóli Norðurgötu 10, verkfundir
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 1. fundur - 5. mars 2014
    Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir frá 11.02 og 25.02.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014

Málsnúmer 1403005FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Árni Grétar Árnason f.h. Rarik ohf. sækir um framlengingu á stöðuleyfi á bráðabirgðaspennistöð sem stendur á horni Hávegs og Hverfisgötu á Siglufirði. Búið var að veita leyfi til 30. júní 2014, en nú er sótt um framlengingu um eitt ár til viðbótar, eða til 30. júní 2015 vegna þess að ekki hefur enn fundist lausn fyrir varanlega spennistöð.
     
    Nefndin ítrekar afstöðu sína frá 160. fundi þar sem óskað var eftir að gerð yrði tillaga þar sem spennistöðin væri felld inn í landið á öllum hliðum nema framhlið. Nefndin hafnar framlengingu stöðuleyfis að svo stöddu og ítrekar að varanleg lausn verði lögð fram fyrir 30. júní.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju sækir um leyfi fyrir neyðarútgangi úr safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Á 144. fundi nefndarinnar var Arnari Ingólfssyni, eiganda Suðurgötu 58 á Siglufirði veitt leyfi fyrir byggingu sólskála með fyrirvara um að fullnægjandi teikningar og skráningartafla bærust.
     
    Fullnægjandi teikningar og skráningartafla hafa nú borist og er byggingarleyfi veitt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Stefán Kristinn Ólafsson, lóðarhafi Hólkots 13, sækir um leyfi fyrir byggingu sumarbústaðar á lóð sinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Gunnar L. Jóhannsson sækir um leyfi fyrir byggingu gróðurhúss í Hlíð í Ólafsfirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Gunnar St. Ólafsson f.h. Rauðku ehf. sækir um leyfi fyrir byggingu tengigangs á milli húsanna Gránugötu 23 og 25, þ.e. Hannes Boy og Bláa hússins samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Brynjar Harðarson f.h. Genís hf. sækir um leyfi til útlitsbreytinga á Gránugötu 15 samkvæmt meðfylgjandi greinargerð og teikningum.
     
    Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir, með fyrirvara um að fullnægjandi aðaluppdrættir berist þar sem staðsetningu hurða og glugga er breytt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Árni Grétar Árnason f.h. Rarik ohf. sækir um leyfi fyrir staðsetningu jarðspennistöðvar vegna heimtaugar sem þarf að leggja að Snorragötu 3. Fyrirhuguð staðsetning er norðan við Snorragötu 8.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Hreinn Bernharðsson, eigandi Hornbrekkuvegar 14 í Ólafsfirði sækir um leyfi til að klæða húsið ásamt bílskúr að utan með lituðu bárustáli.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Jónas Sigurðsson f.h. Fasteignafélagsins JS ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám norðan við Gránugötu 5b.
     
    Nefndin samþykkir stöðuleyfi í eitt ár og leggur til við tæknideild að hún endurskoði stöðuleyfisveitingar gáma með það að markmiði að gámar séu staðsettir á skipulögðum gámasvæðum í framtíðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Haukur Sigurðsson f.h. Trésmiðju Hauks sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem staðsettur er við Pálsbergsgötu 1.
     
    Nefndin samþykkir stöðuleyfi í eitt ár og leggur til við tæknideild að hún endurskoði stöðuleyfisveitingar gáma með það að markmiði að gámar séu staðsettir á skipulögðum gámasvæðum í framtíðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Málþing um úrgangsmál á Norðurlandi verður haldið á Akureyri þann 14. mars.
     
    Frá Fjallabyggð mætir tæknifulltrúi sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Lagðir fram til kynningar lóðarleigusamningar á jörðinni Þverá í Ólafsfirði fyrir lóðirnar Þverá 5, 7, 9 og 11.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 165. fundur - 12. mars 2014
    Lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða fyrir hreinlætismál á árinu er 13,4 millj. kr. sem er 90% af áætlun tímabilsins sem var 14,9 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál á árinu er 25,3 millj. kr. sem er 85% af áætlun tímabilsins sem var 29,8 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir umhverfis- og samgöngumál á árinu er 101,4 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 106,9 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir umhverfismál á árinu er 52,8 millj. kr. sem er 91% af áætlun tímabilsins sem var 57,9 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir eignasjóð á árinu er -79,2 millj. kr. sem er 144% af áætlun tímabilsins sem var -54,9 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir veitustofnun á árinu er 23,1 millj. kr. sem er 80% af áætlun tímabilsins sem var 28,8 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17. mars 2014

Málsnúmer 1403004FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17. mars 2014
    Í erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólms Þórðarsonar f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dagsett 13. febrúar 2014, er óskað eftir leyfi Fjallabyggðar til að ferja fólk upp á fjöll sem eru í eigu sveitarfélagsins, með sérútbúnum snjótroðara, til útsýnis- og skíðaferða.
    Fari svo að leyfi fáist er stefnt að því að hefja ferðir veturinn 2014-2015.
    Bæjarráð samþykkti á 334. fundi sínum 5. mars 2014, að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

    Á fund nefndarinnar mætti Þórður Guðmundsson til að kynna nánar hugmyndir að fólksflutningum á fjöll.
    Leitað er eftir heimild fyrir að ferja fólk upp í Múlakollu í Ólafsfjarðarmúla og Burstabrekkudal og Hólkotshyrnu í Ólafsfirði.
    Laga þarf vegaslóða þessu tengdu og er óskað heimildar til að sjá um það.

    Markaðs- og menningarnefnd tekur jákvætt erindið.
    Lagt er til við bæjarráð að afnot af landi sé heimiluð, af því gefnu að haft verði samráð við tæknideild varðandi slóðagerð og sótt verði um leyfi til skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 9.2 1401116 Gjaldskrár 2014
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17. mars 2014
    Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar eiga gjaldskrár sveitarfélagsins ekki að hækka að svo stöddu.

    Markaðs- menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá 2014 fyrir Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði.

    Fullorðnir: 550 kr.
    Ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára í fylgd foreldra.
    Ellilífeyrisþegar, öryrkjar og ungmenni 16 - 20 ára: 450 kr.
    *Aðgangseyrir fyrir hópa (10 eða fleiri): 400 kr.
    *Skólahópar (utan Fjallabyggðar): 200 kr.

    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá 2014 fyrir tjaldsvæði:
    Tjaldstæði Siglufirði
    Verð: Gistinótt pr. einstakling: 800 kr.
    Sama gjald á tjöld og vagna.
    Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 600 kr. gistinótt per. mann
    *Gistináttagjald: 100 kr. pr. gistieiningu.
    Frítt fyrir börn undir 12 ára
    Rafmagn: 400 kr. nóttin.
    Hægt er að þvo og þurrka þvott á tjaldstæðinu, það kostar 500 kr.

    Tjaldstæði Ólafsfirði
    Verð: Gistinótt pr. einstakling: 800 kr.
    Sama gjald á tjöld og vagna.
    Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 600 kr. gistinótt per. mann
    *Gistináttagjald: 100 kr. pr. gistieiningu.
    Frítt fyrir börn undir 12 ára
    Rafmagn: 400 kr. nóttin.
    Hægt er að þvo og þurrka þvott í íþróttamiðstöðinni, það kostar 500 kr.

    * Nýir liðir í gjaldskrá
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17. mars 2014
    Lagðir fram minnispunktar markaðs- og menningarfulltrúa frá fundi 20. febrúar s.l. með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu.
    Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju með mætingu á fundinn og að vinna sé hafin við mótun ferðamálastefnu Fjallabyggðar.
    Óskað er eftir því að markaðs- og menningarnefnd skipi tvo fulltrúa í starfshóp við undirbúning ferðamálastefnunnar, en frá hagsmunaaðilum eru tilnefndir Þórir Kr. Þórisson, Helgi Jóhannsson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tilnefningu í starfshóp til næsta fundar bæjarstjórnar.
    Starfshópurinn mun starfa með markaðs- og menningarfulltrúa, Kristni J. Reimarssyni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17. mars 2014
    Fundargerð frá 27. febrúar 2014, lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17. mars 2014 Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar.  
    Niðurstaða fyrir menningarmál á árinu 2013 er 56,5 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 59,8 millj. kr.  
    Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál á árinu 2013 er 11,5 millj. kr. sem er 85% af áætlun tímabilsins sem var 13,6 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17. mars 2014
    Þjóðskalasafn Íslands hefur formlega óskað eftir staðfestingu á nafnabreytingu á héraðsskjalasafninu, sem varð í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna árið 2006.
    Nafnið verði Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og voru lagðar fram samþykktir fyrir safnið til samþykktar í bæjarráði 19. febrúar s.l., sem lagði til við bæjarstjórn að samþykktirnar og breytingin á nafni safnsins verði samþykktar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17. mars 2014
    Lögð fram til kynningar, áform um að skoða aðbúnað og húsnæði fyrir Héraðskjalasafn Fjallabyggðar á miðhæð í ráðhúsi á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17. mars 2014
    Lagður fram undirritaður þjónustusamningur Bókasafns Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 18. mars 2014

Málsnúmer 1403001FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 18. mars 2014
    Undir þessum lið sat, Olga Gísladóttir, leikskólastjóri. Olga gerði grein fyrir skýrslu um þróun skólanámskrár Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskólinn fékk úthlutuðum styrk úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2012-2013 til að sinna þessu verkefni. Markmið verkefnisins er þróun skólanámskrár með hliðsjón af nýrri menntastefnu og því sem snýr að grunnþáttum menntunar og námssviðum leikskólans samkvæmt nýrri aðalnámskrá. Áhersluatriði er að auka gæði skólastarfsins, stuðla að umbótum og stefnumótun um þær leiðir sem leikskólinn hyggst vinna eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 18. mars 2014

    Undir þessum lið sátu Guðný Helgadóttir, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, Sigurður Gunnarsson, gjaldkeri UÍF og María Elín Sigurbjörnsdóttir meðstjórnandi UÍF. UÍF sækir um styrk til Fjallabyggðar til að mæta kostnaði við endurbætur á tengigangi við Hól. Fyrir liggur greinargerð ásamt kostnaðaráætlun fyrir verkið. Guðný gerði nefndinni grein fyrir að tengigangurinn er svo gott sem ónýtur og hefur UÍF ekki bolmagn til að ráðast í nauðsynlegt viðhald án stuðnings bæjarfélagsins.
    Eftir bruna sem varð s.l. haust á húsakynnum Hóls er ljóst að ekki verður komist hjá að ráðast í verulegar endurbætur á tengiganginum.
    Tryggingabætur hrökkva ekki til að mæta áætluðum kostnaði.

    Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að bæjaryfirvöld styðji við endurbæturnar og felur deildarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma málinu á framfæri við bæjarráð.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Guðrún Árnadóttir, Ingvar Erlingsson og Ólafur H. Marteinsson. <BR>Tillaga forseta um að vísa styrkbeiðni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 var samþykkt með 6 atkvæðum.<BR>Sólrún Júlísdóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson og Guðrún Árnadóttir sátu hjá.</DIV></DIV>
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 18. mars 2014

    Deildarstjóri lagði fram tillögu að endurnýjuðum samningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðasvæðisins í Ólafsfirði. Samningurinn er til tveggja ára en uppsegjanlegur af beggja hálfu fyrir 15. september ár hvert.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra að ganga frá málinu í samráði við Skíðafélag Ólafsfjarðar.

    Sólrún Júlíusdóttir lagði fram eftirfarandi  bókun undir þessum lið fundargerðarinnar:

    ,,Ég legg áherslu á að styrkir og samningsgreiðslur til félagasamtaka séu ekki dregnar og verði greiddar á réttum tíma. Mikilvægt er fyrir félagasamtök að fá tekjurnar á réttum tíma svo hægt sé að standa skil á útgjöldum."

    Bókun Sólrúnar samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Guðrún Árnadóttir, Ingvar Erlingsson, Sigurður Hlöðvesson og Ólafur H. Marteinsson.<BR>Tillaga um að vísa þessum dagskrárlið til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði var samþykkt með 9. atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • 10.4 1401116 Gjaldskrár 2014
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 18. mars 2014
    Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar eiga gjaldskrár sveitarfélagsins ekki að hækka að svo stöddu.
    Gjaldskrá Íþróttamiðstöðar Fjallabyggðar fyrir árið 2014 er eftirfarandi:

    Sund fullorðnir:      

    Stakt gjald                               600

    10 miða kort                        4.500

    30 miða kort                      10.000

    Árskort                               16.000

    Hjónakort                           27.000

    Sund börn                          10 - 15 ára

    Stakt gjald                               300

    10 miða kort                        2.000

    30 miða kort                        3.500

    Árskort                                 4.000

    67 ára og eldri og öryrkjar borga barnagjald í sund:

    Sundföt                                   600

    Handklæði                              600

    Sturta                                      600

    Tækjasalur:                                                       Skóli,-60 ára og eldri  og öryrkjar

    Stakt gjald                            1.200                     1.000

    1.mán kort                           7.000                     6.000

    3.mán. kort                        16.000                   13.000

    6.mán. kort.                      25.000                    20.000

    Árskort                              37.000                    25.000

    Hjónakort                          60.000

    20 stk. klippikort               16.000

    Eldri borgarar (60+) og öryrkjar borga sama gjald og nemendur í Fjallabyggð í ræktina.

    Íþróttasalur:

    1/1 salur                             6.000

    ½ salur                                3.500

    Tennis                                 3.500

    Blakvöllur                           2.800

    Badmintonvöllur               1.800

    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Guðrún Árnadóttir.<BR>Afgreiðsla 8. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 18. mars 2014

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur verði nemendum Menntaskólans á Tröllaskaga boðið frítt í sund í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar. Verða nemendur að framvísa skólaskírteini til að fá frítt í sund. Eru nemendur hvattir til að taka daginn snemma og mæta í morgunsundið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

11.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðaukatillögu.

Í tillögu 1 að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir jákvæðri breytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 3.146.000. Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 95.058.000 í stað 91.912.000.
Gert er ráð fyrir aukinni fjárhæð til framkvæmda og fjárfestinga fyrir árið 2014 að upphæð 52.527.000.
Upphaflega var gert ráð fyrir 269.000.000 til framkvæmda en samkvæmt tillögunni verður 321.527.000 varið til framkvæmda og fjárfestinga á árinu 2014.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Til máls tók Þorbjörn Sigurðsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu 1 að viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

12.Nefndarbreytingar 2014

Málsnúmer 1401045Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd samþykkti á 6. fundi sínum 17. mars 2014 að vísa til bæjarstjórnar, tilnefningu í starfshóp við undirbúning ferðamálastefnu Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að tilnefna í starfshópinn Ægir Bergsson nefndarmann markaðs- og menningarnefndar og Margréti Ósk Harðardóttur varabæjarfulltrúa.

13.Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1310046Vakta málsnúmer

336. fundur bæjarráðs 1. apríl 2014, fól bæjarstjóra, Sigurði Val Ásbjarnarsyni, forseta bæjarstjórnar Ingvari Erlingssyni og Agli Rögnvaldssyni bæjarfulltrúa að leggja fram breytingartillögu á næsta bæjarstjórnarfundi við samþykktir um stjórn Fjallabyggðar.


Forseti lagði fram og gerði grein fyrir tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa breytingartillögu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

14.Ársreikningur Fjallabyggðar 2013

Málsnúmer 1401120Vakta málsnúmer

Síðari umræða í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, fór yfir niðurstöðu ársreiknings fyrir 2013 og lagði til við bæjarstjórn að reikningurinn fyrir árið 2013 yrði samþykktur.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.860,8 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 150,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.903,8 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.756,9 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 206,1 millj. kr. 
Veltufé frá rekstri nam 344,2 millj. kr eða 18,5% af rekstrartekjum.

Til máls tóku Ingvar Erlingsson, Sólrún Júlíusdóttir, Ólafur H. Marteinsson, Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikning Fjallabyggðar fyrir árið 2013 með 9 atkvæðum.

15.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 55

Málsnúmer 1404002FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

16.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 56

Málsnúmer 1404003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

17.Þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks á starfssvæði Róta bs. á vestanverðu Norðurlandi.

Málsnúmer 1404020Vakta málsnúmer

Forseti kynnti drög að þjónustusamningi.

 

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa þjónustusamningi til umfjöllunar á aukafundi bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.