Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

165. fundur 12. mars 2014 kl. 16:30 - 16:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Ásgrímur Pálmason aðalmaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaspennistöð

Málsnúmer 1307038Vakta málsnúmer

Árni Grétar Árnason f.h. Rarik ohf. sækir um framlengingu á stöðuleyfi á bráðabirgðaspennistöð sem stendur á horni Hávegs og Hverfisgötu á Siglufirði. Búið var að veita leyfi til 30. júní 2014, en nú er sótt um framlengingu um eitt ár til viðbótar, eða til 30. júní 2015 vegna þess að ekki hefur enn fundist lausn fyrir varanlega spennistöð.

 

Nefndin ítrekar afstöðu sína frá 160. fundi þar sem óskað var eftir að gerð yrði tillaga þar sem spennistöðin væri felld inn í landið á öllum hliðum nema framhlið. Nefndin hafnar framlengingu stöðuleyfis að svo stöddu og ítrekar að varanleg lausn verði lögð fram fyrir 30. júní.

2.Neyðarútgangur úr safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju

Málsnúmer 1403004Vakta málsnúmer

Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju sækir um leyfi fyrir neyðarútgangi úr safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

3.Sólskáli - Suðurgata 58

Málsnúmer 1110057Vakta málsnúmer

Á 144. fundi nefndarinnar var Arnari Ingólfssyni, eiganda Suðurgötu 58 á Siglufirði veitt leyfi fyrir byggingu sólskála með fyrirvara um að fullnægjandi teikningar og skráningartafla bærust.

 

Fullnægjandi teikningar og skráningartafla hafa nú borist og er byggingarleyfi veitt.

4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1207056Vakta málsnúmer

Stefán Kristinn Ólafsson, lóðarhafi Hólkots 13, sækir um leyfi fyrir byggingu sumarbústaðar á lóð sinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

5.Umsókn um byggingarleyfi, Hlíð

Málsnúmer 1403010Vakta málsnúmer

Gunnar L. Jóhannsson sækir um leyfi fyrir byggingu gróðurhúss í Hlíð í Ólafsfirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir tengigang

Málsnúmer 1401138Vakta málsnúmer

Gunnar St. Ólafsson f.h. Rauðku ehf. sækir um leyfi fyrir byggingu tengigangs á milli húsanna Gránugötu 23 og 25, þ.e. Hannes Boy og Bláa hússins samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

7.Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga á Gránugötu 15

Málsnúmer 1402007Vakta málsnúmer

Brynjar Harðarson f.h. Genís hf. sækir um leyfi til útlitsbreytinga á Gránugötu 15 samkvæmt meðfylgjandi greinargerð og teikningum.

 

Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir, með fyrirvara um að fullnægjandi aðaluppdrættir berist þar sem staðsetningu hurða og glugga er breytt.

8.Umsókn um leyfi fyrir staðsetningu á jarðspennistöð

Málsnúmer 1403011Vakta málsnúmer

Árni Grétar Árnason f.h. Rarik ohf. sækir um leyfi fyrir staðsetningu jarðspennistöðvar vegna heimtaugar sem þarf að leggja að Snorragötu 3. Fyrirhuguð staðsetning er norðan við Snorragötu 8.

 

Erindi samþykkt.

9.Umsókn um leyfi til að klæða Hornbrekkuveg 14

Málsnúmer 1403021Vakta málsnúmer

Hreinn Bernharðsson, eigandi Hornbrekkuvegar 14 í Ólafsfirði sækir um leyfi til að klæða húsið ásamt bílskúr að utan með lituðu bárustáli.

 

Erindi samþykkt.

10.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1402079Vakta málsnúmer

Jónas Sigurðsson f.h. Fasteignafélagsins JS ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám norðan við Gránugötu 5b.

 

Nefndin samþykkir stöðuleyfi í eitt ár og leggur til við tæknideild að hún endurskoði stöðuleyfisveitingar gáma með það að markmiði að gámar séu staðsettir á skipulögðum gámasvæðum í framtíðinni.

11.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1402057Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson f.h. Trésmiðju Hauks sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem staðsettur er við Pálsbergsgötu 1.

 

Nefndin samþykkir stöðuleyfi í eitt ár og leggur til við tæknideild að hún endurskoði stöðuleyfisveitingar gáma með það að markmiði að gámar séu staðsettir á skipulögðum gámasvæðum í framtíðinni.

12.Úrgangsmál á Norðurlandi - málþing 14. mars 2014

Málsnúmer 1403013Vakta málsnúmer

Málþing um úrgangsmál á Norðurlandi verður haldið á Akureyri þann 14. mars.

 

Frá Fjallabyggð mætir tæknifulltrúi sveitarfélagsins.

13.Tilkynning um lóðarleigusamninga á jörðinni Þverá í Ólafsfirði

Málsnúmer 1403007Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar lóðarleigusamningar á jörðinni Þverá í Ólafsfirði fyrir lóðirnar Þverá 5, 7, 9 og 11.

14.Rekstraryfirlit desember 2013

Málsnúmer 1403019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir desember 2013.

Lagt fram til kynningar.

Niðurstaða fyrir hreinlætismál á árinu er 13,4 millj. kr. sem er 90% af áætlun tímabilsins sem var 14,9 millj. kr.

Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál á árinu er 25,3 millj. kr. sem er 85% af áætlun tímabilsins sem var 29,8 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umhverfis- og samgöngumál á árinu er 101,4 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 106,9 millj. kr.

Niðurstaða fyrir umhverfismál á árinu er 52,8 millj. kr. sem er 91% af áætlun tímabilsins sem var 57,9 millj. kr.

Niðurstaða fyrir eignasjóð á árinu er -79,2 millj. kr. sem er 144% af áætlun tímabilsins sem var -54,9 millj. kr.

Niðurstaða fyrir veitustofnun á árinu er 23,1 millj. kr. sem er 80% af áætlun tímabilsins sem var 28,8 millj. kr.

Fundi slitið - kl. 16:30.