Ársreikningur Fjallabyggðar 2013

Málsnúmer 1401120

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 332. fundur - 19.02.2014

Lögð fram stjórnsýsluskoðun fyrir árið 2013 sem unnin var af KPMG.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 334. fundur - 05.03.2014

Á fund bæjarráðs mættu bæjarfulltrúarnir, Sigurður Hlöðvesson, Guðmundur Gauti Sveinsson og S. Guðrún Hauksdóttir, varabæjarfulltrúinn Ásdís Pálmadóttir og endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G Þorsteinsson.

Þorsteinn G Þorsteinsson endurskoðandi gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings Fjallabyggðar.
Fram kom hjá endurskoðanda að staða sveitarfélagsins væri sterk.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.860,8 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 150,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.903,8 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.756,9 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 206,1 millj. kr.

Bæjarráð undirritaði ársreikning og samþykkti að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 98. fundur - 05.03.2014

Til máls tók bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson og las upp bókun bæjarráðs frá 334. fundi fyrr í dag.
Bæjarstjóri fór síðan yfir helstu tölur í ársreikningi.
Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2013 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.860,8 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 150,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.903,8 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.756,9 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 206,1 millj. kr.
Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir helstu kennitölur í ársreikningi og svaraði fyrirspurnum.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2013 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri las síðan upp fréttatilkynningu sem verður birt 6. mars.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 09.04.2014

Síðari umræða í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, fór yfir niðurstöðu ársreiknings fyrir 2013 og lagði til við bæjarstjórn að reikningurinn fyrir árið 2013 yrði samþykktur.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.860,8 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 150,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.903,8 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.756,9 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 206,1 millj. kr. 
Veltufé frá rekstri nam 344,2 millj. kr eða 18,5% af rekstrartekjum.

Til máls tóku Ingvar Erlingsson, Sólrún Júlíusdóttir, Ólafur H. Marteinsson, Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikning Fjallabyggðar fyrir árið 2013 með 9 atkvæðum.