Bæjarráð Fjallabyggðar

332. fundur 19. febrúar 2014 kl. 16:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Aðild sveitarfélaga að rammasamningum ríkisins 2014

Málsnúmer 1402018Vakta málsnúmer

Fjallabyggð er boðið að vera áfram í samstarfi við ríkið um útboð á vegum Ríkiskaupa, sem fram fer fyrir árið 2014.

Lokafrestur til að skila inn staðfestingu á aðild að rammasamningnum er til föstudagsins 28. febrúar n.k.

Bæjarráð samþykkir og felur bæjarstjóra að skila inn staðfestingu á aðild Fjallabyggðar fyrir umræddan lokafrest.

2.Beiðni um endurnýjun rekstrarleyfis

Málsnúmer 1311049Vakta málsnúmer

Umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Allann með áorðnum breytingum.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins.

3.Greiðslur fyrir setu í skólaráði

Málsnúmer 1310064Vakta málsnúmer

Skólaráð er lögbundin nefnd, en telst ekki til stjórnsýslunefndar þar sem hún er ekki bær til að taka stjórnvaldsákvarðanir. Upplýsingar liggja fyrir um að sveitarfélög eru almennt ekki að greiða foreldrum fyrir setu í skólaráði. Sveitarfélögum er það ekki skylt og kemur það fram í svari frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.

Bæjarráð telur þar með ekki ástæðu til að taka upp greiðslur fyrir setu í skólaráði og er bæjarstjóra falið að koma þeirri ákvörðun til skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

4.Innheimtureglur Fjallabyggðar

Málsnúmer 1402017Vakta málsnúmer

Lagðar fram innheimtureglur fyrir Fjallabyggð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar reglur verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

5.Kröfuinnheimta fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1402016Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá skrifstofu- og fjármálastjóra, dags. 19.02.2014.

Gerð var verðkönnun um kröfuinnheimtu fyrir bæjarfélagið og var skiladagur 14. febrúar 2014.

Þrír innheimtuaðilar tóku þátt í umræddri verðkönnun.

Bæjarráð leggur til að teknar verði upp viðræður við Inkasso/Inkasso Legal þar sem könnunin gefur til kynnað að kostnaður fyrir greiðendur og kröfuhafa er að meðaltali lægstur.

Bæjarráð telur rétt að miða slíkan samning við tvö ár.

Samþykkt samhljóða.

 

6.Lóðarréttur að Brekkugötu 9 og lóðar við bæjarlæk á Brimnesi

Málsnúmer 1009042Vakta málsnúmer

Í framhaldi af minnisblaði Landslaga frá 27. janúar 2014, sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs, lagði bæjarstjóri fram bréf sitt frá 5. febrúar til lögmanns bæjarfélagsins og bréf lögmannsins dags. 10.02.2014 til Pacta á Akureyri.

Bréfin lögð fram til kynningar.

7.Samþykkt fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1402015Vakta málsnúmer

Þjóðskalasafn Íslands hefur formlega óskað eftir staðfestingu á nafnabreytingu á héraðsskjalasafninu, sem varð í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna árið 2006.

Nafnið verði Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og eru lagðar fram samþykktir fyrir safnið til samþykktar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktirnar og breytingin á nafni safnsins verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

8.Sjávardýragarður á Íslandi - Hafnargarðurinn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1401059Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Önnu Maríu Guðlaugsdóttur er varðar hugmyndir um "sjávardýragarð" í Ólafsfirði. Málið hefur verið rætt í hafnarstjórn og markaðs- og menningarnefnd.

Hafnarstjórn hefur samþykkt framlag að upphæð kr. 250.000.- og samþykkir bæjarráð kr. 310.000.- til viðbótar, til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

Samþykkt, Egill sat hjá.

9.Starfsemi Olíuverslunar Íslands hf á Siglufirði

Málsnúmer 1402005Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Einari Benediktssyni f.h. Olíuverslunar Íslands er varðar hugmyndir eða áform um að hanna fjölþætt útivistarsvæði og samhliða alhliða þjónustumiðstöð.

Olíuverslun Íslands hf. lýsir yfir áhuga á að koma að þessu spennandi verkefni og fá úthlutaðri lóð til slíkrar starfsemi.

Lagt fram til kynningar, enda er málið til frekari skoðunar, umræddar lóðir í skipulagsferli og síðan verður málið til frekari umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar.

10.Styrktarsjóður EBÍ 2014

Málsnúmer 1402012Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands dags. 4. febrúar sl.

Vakin er athygli á að umsóknarfrestur í styrktarsjóð rennur út í lok apríl.

Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar hjá markaðs- og menningarfulltrúa.

11.Úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 1402025Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá formanni smábátafélagsins Skalla, dags.10.02.2014, er varðar úthlutun Fiskistofu á byggðakvóta til útgerða í Fjallabyggð.

Fram koma einnig ábendingar í umræddu bréfi frá aðalfundi Landssambands smábátaeigenda frá því í október 2013.

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð leggur áherslu á að reglur bæjarstjórnar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.

12.Trúnaðarmál - viðsk.kröfur

Málsnúmer 1402035Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá skrifstofu- og fjármálastjóra, dags. 19.02.2014.  er varðar afskriftir viðskiptakrafna.

Í tengslum við uppgjör fyrir árið 2013 leggur hann fram tillöga að endanlegri afskrift viðskiptakrafna að upphæð kr. 9.611.217.-.

Í ársreikningum undanfarin ár hefur verið gerð varúðarfærsla til að mæta afskriftum krafna og er á niðurfæslureikningnum um 25 milljónir króna.

Ekki þarf því að gera rekstrarlegar breytingu í ársreikningi vegna þessarar niðurfærslu.

Bæjarráð samþykkir einnig að allar eignir sem færðar voru yfir í Leyningsás - sjálfseignarfélags, verði afskrifaðar úr bókum bæjarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddar afskriftir verði samþykktar.

13.Endurnýting á vatni - Sundlaugin í Ólafsfirði

Málsnúmer 1401003Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar er varðar endurnýtingu á affalsvatni á Ólafsfirði.

Fram komnum ábendingum er vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar til skoðunar.

Samþykkt samhljóða.

14.Stefna v/slóðagerðar á Siglufirði

Málsnúmer 1402022Vakta málsnúmer

Lögð fram stefna (bótakrafa) v/ slóðagerðar á Siglufirði. Málið er til umfjöllunar og afgreiðslu hjá Ofanflóðasjóði í Umhverfisráðuneytinu.

15.Fundargerðir - Þjónustumiðstöð 2014

Málsnúmer 1401032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 07.02.2014.

16.Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014

Málsnúmer 1402011Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um uppsetningu kjörskrár og skráningu kjördeilda.

 

17.Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga janúar - desember 2013

Málsnúmer 1402020Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Fjallabyggðar á árinu 2013.

 

18.Staðgreiðsluuppgjör 2013

Málsnúmer 1402034Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar er varðar staðgreiðsluuppgjör fyrir Fjallabyggð fyrir árið 2013.

19.Samþykktir fyrir byggðasamlagið rætur bs.

Málsnúmer 1402014Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar.

20.Ársreikningur Fjallabyggðar 2013

Málsnúmer 1401120Vakta málsnúmer

Lögð fram stjórnsýsluskoðun fyrir árið 2013 sem unnin var af KPMG.

21.Fundargerðir stjórnar Eyþings 2014

Málsnúmer 1401023Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 250. fundar og 251. fundar stjórnar Eyþings.

22.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1401020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 812. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.                   

Fundi slitið - kl. 19:00.