Farið var yfir starfsskyldur og starfslýsingu fyrir starf yfir-hafnarvarðar.
Eftir umræður og ábendingar var samþykkt að auglýsa s
tarf yfir-hafnarvarðar með framkomnum ábendingum hafnarstjórnar.
Starf yfir-hafnarvarðar við hafnir Fjallabyggðar er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til og með 28. mars n.k.
Um er að ræða 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst, helst frá 1. maí n.k.
Hæfniskröfur:
Góð tölvukunnátta er nauðsynleg, almenn menntun sem nýtist í starfi, skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, ákveðni, lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
Vegna eðlis starfsins er mikilvægt að viðkomandi búi á starfssvæði hafnanna og æskilegt væri að viðkomandi hafi löggildingu vigtarmanns.
Hreint sakavottorð er skilyrði.
30 tonna skipstjórnarréttindi er kostur.
Staðgóð þekking á höfnum Fjallabyggðar er kostur.
Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar gefur hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson í síma 894-5622
Umsóknir skulu vera skriflegar og skulu hafa borist eigi síðar en 28. mars eða á netfangið sigurdur@fjallabyggd.is
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram bréf frá Sigurði Helga Sigurðssyni þar sem fram kemur að hann segir upp stöðu yfir-hafnarvarðar frá og með 1. júní 2014.
Hafnarstjórn þakkar Sigurði Helga fyrir góð störf fyrir Fjallabyggðarhafnir.
Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.