Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014

Málsnúmer 1403006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 09.04.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Sundsamband Íslands mun standa að boðsundskeppni milli grunnskóla sem fram fer um allt land. Úrslitakeppnin fer fram í apríl í Reykjavík.
    Markmið keppninnar er að stuðla að aukinni hreyfingu krakka. Sambandið óskar eftir styrkveitingu frá Fjallabyggð.
    Bæjarráð hafnar erindinu þar sem Grunnskóli Fjallabyggðar telur sér ekki fært að taka þátt í verkefninu, vegna þess hvað það er seint fram komið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Forvarnarsamtökin Lífsýn mun halda fund á Siglufirði 9. maí n.k. og óska eftir 100 þúsund króna fjárstuðningi frá Fjallabyggð.
    Bæjarráð samþykkir að fá umsögn félagsmálanefndar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Guðrún Árnadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Farið yfir ábendingar sem borist hafa frá Innanríkisráðuneytinu varðandi samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.  Þar eru aðallega um minniháttar orðalagsbreytingar að ræða.
    Breyta þarf fjölda bæjarfulltrúa í 7 í fyrstu grein, eftir samþykkt bæjarstjórnar.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra, Sigurði Val Ásbjarnarsyni, forseta bæjarstjórnar Ingvari Erlingssyni og Agli Rögnvaldssyni bæjarfulltrúa að leggja fram breytingartillögu á næsta bæjarstjórnarfundi við samþykktir um stjórn Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Lagt fram bréf frá stjórn Hollvinafélaga Sigurhæðar.
    Bæjarráð hefur áður tekið vel í hugmyndir um safnahús og samþykkir að vísa samþykktum til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ólafur H. Marteinsson.<BR>Bæjarstjóri bar upp tillögu um að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.<BR>Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Lagt fram bréf frá formanni Smábátafélagsins Skalla frá 26.02.2014. Þar kemur fram að óskað er eftir því að bæjarráð endurskoði úthlutunarreglur fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 og geri hlut smábátaeigenda á Siglufirði meiri.

    Bæjarráð vísar í fyrra svar þar sem fram kom að reglur bæjarstjórnar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.
    Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fá formlegt svar hjá Sjávarútvegsráðuneytinu, hvort breytingar á úthlutunarrelgum séu mögulegar eftir að frestur hefur runnið út.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Viðaukar fyrir árið 2014 lagðir fram til kynningar.
    Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þeirra til bæjarstjórnarfundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Skýrslutæknifélagið og öldungadeild Skýrslutæknifélagsins er að safna loforðum um fjármögnun á skrásetningu á sögu upplýsingatækni á Íslandi. Áætlaður kostnaður er um 20 m.kr.

    Bæjarráð hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Lagðar fram til kynningar tillögur er varðar landnýtingu og skipulag miðbæjar á Siglufirði og á Suðurtanga.
    Einnig lögð fram fundargerð samráðsnefndar fulltrúa Rauðku og Fjallabyggðar frá 27. mars 2014.
    Framhaldsfundur samráðsnefndar er fyrirhugaður í apríl. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 1. apríl 2014
    Lögð fram kynning og bæklingur frá Íslenska sjávarklasanum um vinnuskóla um sjávarútveg.
    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslu- og frístundanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar bæjarráðs staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.