Bæjarráð Fjallabyggðar

334. fundur 05. mars 2014 kl. 15:30 - 17:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Ferðatröll. Beiðni um samstarf við að koma ferðamálasíðu í loftið fyrir utanverðan Tröllaskaga.

Málsnúmer 1401008Vakta málsnúmer

Lagt fram uppfært erindi frá Ferðatröllum, ásamt ítarupplýsingum vegna landshlutasíðu fyrir utanverðan Tröllaskaga, dagsett 12. febrúar 2014.

Heimasíðugerð, www.visittrollaskagi.is

Í framhaldi af erindi frá 18. desember s.l.  hafa fulltrúar Ferðatrölla, Freyr Antonsson, Kolbrún Reynisdóttir og Kristján Hjartarson, ásamt Margréti Víkingsdóttur, upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar og Kristni Reimarssyni, markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar skoðað betur hvað felst í landshlutavef frá Stefnu og hvaða kostnaður er við uppsetningu og rekstur.  Í kjölfarið fékkst nákvæmara verðtilboð frá Stefnu sem miðast við landshlutavef sem inniheldur "visit einingu" og er einnig skalanlegur fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur.

Í framhaldi af þeirri skoðun er lagt til að Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð skipti á milli sín kostnaði við kaup á kerfinu og rekstri þess, en Ferðatröll taki að sér verkefnisstjórn og beri kostnað af því, en kostnaður við verkefnisstjórn er áætlaður á bilinu 300.000 til 500.000 kr.
Áætlaður hlutur á hvort sveitarfélag yrði þá um 594.000 kr.
Samkvæmt tilboðinu er mánaðargjald 14.900 kr, þessar tölur eru án vsk.

Lagt er til að nota vefslóðina www.visittrollaskagi.is ef Menningarfélagið Berg fellst á það og að aðrar slóðir eins og t.d. www.arcticbow.is bendi á sömu síðu, einnig að því gefnu að eigendur lénsins fallist á það.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

2.Fólksflutningar á fjöll

Málsnúmer 1402051Vakta málsnúmer

Í erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólms Þórðarsonar f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dagsett 13. febrúar 2014, er óskað eftir leyfi Fjallabyggðar til að ferja fólk upp á fjöll sem eru í eigu sveitarfélagsins, með sérbúnum snjótroðara, til útsýnis- og skíðaferða.  
Fari svo að leyfi fáist er stefnt að því að hefja ferðir veturinn 2014-2015.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd, þar sem umsækjendur geta farið nánar yfir hugmyndir sínar.

3.Líkamsræktarkort fyrir björgunarsveitarmenn á útkallslista

Málsnúmer 1402077Vakta málsnúmer

Í erindi Björgunarsveitanna Tinds og Stráka, dagsett 24. febrúar 2014, er lögð fram rökstudd ósk um styrk frá Fjallabyggð í formi líkamsræktarkorta fyrir hluta þeirra björgunarsveitamanna sem eru á útkallslista.  Um er að ræða ca. 8 aðila í hvorri sveit eða alls 16 manns.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og leggur til að samskonar útfærsla sé viðhöfð og er hjá slökkviliði Fjallabyggðar er varðar líkamsræktarkort.

Samþykkt er að vísa útgjöldum allt að upphæð 110 þúsund kr. í viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

4.Ársreikningur Fjallabyggðar 2013

Málsnúmer 1401120Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu bæjarfulltrúarnir, Sigurður Hlöðvesson, Guðmundur Gauti Sveinsson og S. Guðrún Hauksdóttir, varabæjarfulltrúinn Ásdís Pálmadóttir og endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G Þorsteinsson.

Þorsteinn G Þorsteinsson endurskoðandi gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings Fjallabyggðar.
Fram kom hjá endurskoðanda að staða sveitarfélagsins væri sterk.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.860,8 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 150,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.903,8 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.756,9 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 206,1 millj. kr.

Bæjarráð undirritaði ársreikning og samþykkti að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

5.Slökkvilið Fjallabyggðar - Ársskýrsla 2013

Málsnúmer 1402078Vakta málsnúmer

Ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar fyrir 2013, dagsett 24. febrúar 2014, lögð fram til kynningar.
Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra greinargóða ársskýrslu.

6.Til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi

Málsnúmer 1402075Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi til kynningar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dagsett 24. febrúar 2014, um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 277. mál.

Frestur til að skila inn umsögn er til 13. mars n.k.

7.Til umsagnar - Tillaga til þingsályktunar um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum

Málsnúmer 1402074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi til kynningar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dagsett 24. febrúar 2014, um tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 276. mál.

Frestur til að skila inn umsögn er til 13. mars n.k.

Fundi slitið - kl. 17:00.