Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1310046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 01.04.2014

Farið yfir ábendingar sem borist hafa frá Innanríkisráðuneytinu varðandi samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.  Þar eru aðallega um minniháttar orðalagsbreytingar að ræða.
Breyta þarf fjölda bæjarfulltrúa í 7 í fyrstu grein, eftir samþykkt bæjarstjórnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, Sigurði Val Ásbjarnarsyni, forseta bæjarstjórnar Ingvari Erlingssyni og Agli Rögnvaldssyni bæjarfulltrúa að leggja fram breytingartillögu á næsta bæjarstjórnarfundi við samþykktir um stjórn Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 09.04.2014

336. fundur bæjarráðs 1. apríl 2014, fól bæjarstjóra, Sigurði Val Ásbjarnarsyni, forseta bæjarstjórnar Ingvari Erlingssyni og Agli Rögnvaldssyni bæjarfulltrúa að leggja fram breytingartillögu á næsta bæjarstjórnarfundi við samþykktir um stjórn Fjallabyggðar.


Forseti lagði fram og gerði grein fyrir tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa breytingartillögu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 16.04.2014

Bæjarstjórn samþykkti á 99. fundi sínum 9. apríl 2014, með 9 atkvæðum að vísa breytingartillögu á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.


Forseti gerði grein fyrir þeim athugasemdum sem fram hafa komið milli umræðna.


Breytingartillaga samþykkt með 9 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 340. fundur - 13.05.2014

Lögð fram til kynningar samþykkt um stjórn Fjallabyggðar, sem staðfest var 5. maí sl. af Innanríkisráðuneytinu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 18.06.2014

Kristinn Kristinnson lagði til breytingar á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar í samræmi við samstarfssamning S-lista og F-lista. Um er að ræða breytingar á nefndarskipan sjá 57. grein samþykkta Fjallabyggðar. Nýr meirihluti leggur til að; "atvinnumál verði sett í sérstaka nefnd." " stofnuð verði Fjallskilanefnd í stað búfjáreftirlits og verður hún skipuð þremur fulltrúum". Kristinn fór yfir greinargerð með tillögu framboðanna. Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Magnús S. Jónasson, Helga Helgadóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Tillaga um að fresta þessum dagskrárlið var samþykkt með 7 atkvæðum.