Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 1. fundur - 5. mars 2014

Málsnúmer 1403002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 09.04.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1403008 Grunnskóli Norðurgötu 10, málefni byggingarnefndar grunnskólans
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 1. fundur - 5. mars 2014
    Verkáætlun:
    Verkið er um það bil eina viku á undan verkáætlun. Við samanburð á viðbyggingu grunnskólans á Ólafsfirði árið 2012 þá kemur ljós að viðbygging grunnskólans á Siglufirði er ca. einum og hálfum mánuði á undan þeirri framkvæmd tímalega séð.
    Samskipti milli verktaka og skóla:
    Samskipti hafa verið til fyrirmyndar milli verktaka og skólastjórnenda á verkstað. Samráð hefur verið haft við skólastjóra þegar það á við.
    Hönnun:
    Engar breytingar hafa verið gerðar á viðbyggingunni að undanskildri færslu á millivegg í smíðastofu. Sú breyting hefur engin áhrif á kostnað byggingarinnar.
    Búnaður:
    Skólastjóri mun leggja fram lista yfir þann búnað sem kaupa þarf vegna viðbyggingarinnar.
    Framkvæmdakostnaður:
    Áætlaður kostnaður skólaviðbygginga er 175.000.000 fyrir árið 2014.
    Áætluð skipting kostnaðar er.
    Grunnskólinn Ólafsfirði 4.000.000,- Geymsla, ræstiherbergi, málun og fl.
    Grunnskólinn Siglufirði 11.000.000,- búnaðarkaup.
    Grunnskólinn Siglufirði 160.000.000,- Bygging, hönnun og eftirlit.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Margrét Ósk Harðardóttir, Sigurður Hlöðvesson og Guðrún Árnadóttir.<BR>Afgreiðsla 1. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .2 1403006 Grunnskóli Norðurgötu 10, verkfundir
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 1. fundur - 5. mars 2014
    Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir frá 11.02 og 25.02.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 99. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.