Bæjarstjórn Fjallabyggðar

199. fundur 17. mars 2021 kl. 17:00 - 19:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
 • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
 • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Jón Valgeir Baldursson óskaði eftir fundarhlé klukkan 17:27 til 17:55.

Ingibjörg G. Jónsdóttir óskaði eftir fundarhlé klukkan 18:09 til 18:19.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021.

Málsnúmer 2102007FVakta málsnúmer

 • 1.1 2101051 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lögð fram drög að rekstrar- og þjónustusamningi um varðveislu, viðhald og aðgengi að náttúrugripasafni við Fjallasali ses. 2021-2022 ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála, dags. 12.02.2021.

  Bæjarráð samþykkir drögin og leggur til að styrkur til reksturs safnsins verði kr. 800.000 og þjónustugjald vegna náttúrugripasafns verði kr. 800.000.
  Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Helgi Jóhannsson víkur af fundi undir þessum lið.

  Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lögð fram drög að samstarfssamningi Fjallabyggðar og Golfklúbbs Fjallabyggðar um rekstur golfvallarins í Skeggjabrekku, 2021, ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 06.11.2020 og bókun 675. fundar bæjarráðs.

  Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lagt fram til kynningar erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), dags. 04.02.2021 þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins.
  Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lagt fram erindi Erlu Gunnlaugsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dags. 07.02.2021 er varðar fyrirspurn varðandi aðgengi bíla að skólahúsi grunnskólans við Tjarnarstíg og bílastæðum.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lögð fram til kynningar bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, dags. 02.02.2021 vegna samstarfs Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum.

  Rætt um nýútkomna skýrslu utanríkisráðuneytis, Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum, og tækifæri sem í samstarfinu kunna að felast fyrir Akureyrarbæ. Skýrsluna er að finna á eftirfarandi slóð:
  https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/01/21/Samstarf-Graenlands-og-Islands-a-nyjum-Nordurslodum/

  „Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að hlutverk bæjarins sem miðstöðvar norðurslóðastarfs verði eflt til muna og byggt á þeim góða grunni sem fyrir er. Að mati bæjarstjórnar getur Akureyrarbær í samstarfi við stofnanir á Norðurlandi leikið lykilhlutverk í auknu og víðtækara samstarfi Íslands og Grænlands þjóðunum báðum til heilla. Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á Norðurlandi og Akureyri er miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi sem gerir svæðið mjög vel í stakk búið til að takast á við krefjandi og metnaðarfull verkefni.“

  Bæjarráð samþykkir að taka undir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lögð fram til kynningar Áfangastaðaáætlun Norðurlands - Okkar áfangastaður 2021-2023. Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lagt fram erindi Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 05.02.2021 þar sem fram kemur að útboð í 4. áfanga ofanflóðavarna í Hafnarfjalli er hafið.
  Útboð verða opnuð 5. mars nk.

  Þá er óskað eftir aðstöðu á flugvellinum á Siglufirði vegna framkvæmdanna líkt og áður hefur verið.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.
  Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 12.02.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021.

Málsnúmer 2102010FVakta málsnúmer

 • 2.1 2101031 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lagðar fram umsóknir félagasamtaka um styrki vegna fasteignaskatts á árinu 2021.

  Bæjarráð samþykkir að veita umsækjendum styrki vegna fasteignaskatts á árinu 2021 samtals kr. 3.540.854.-
  Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lögð fram drög að launastefnu Fjallabyggðar.

  Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lagt fram undirritað kauptilboð, dags. 18.02.2021 í íbúð 302 að Ólafsvegi 34.

  Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að ganga frá sölu íbúðarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar og Skógræktarfélags Ólafsfjarðar um skógrækt og uppbyggingu útivistarsvæða í umsjón skógræktarfélagsins.

  Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

  Bæjarráð samþykkir að setja í viðauka nr.4/2021 kr. 200.000, við málaflokk 11310 og lykill 9291 og verður honum mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

  Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lögð fram drög að samningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðamannvirkja í eigu Fjallabyggðar í Ólafsfirði fyrir árið 2021.

  Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lagt fram erindi Svanfríðar Halldórsdóttur og Gunnars L. Jóhannssonar, dags. 15.02.2020 er varðar varðveislu safnmuna er snerta sögu Ólafsfjarðar.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram með tilliti til þess hvort hægt sé að varðveita umrædda safnmuni hjá sveitarfélaginu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lögð fram til kynningar skýrsla Vegagerðarinnar, Siglufjörður - mat á öldufari við niðurbrot á Siglunesi.

  Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lagt fram til kynningar erindi Samgöngustofu, dags. 17.03.2021 þar sem fram kemur að umferðarþingi hefur verið frestað til 19. nóvember nk. Þingið verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 9-16. Áherslan verður á ungt fólk í umferðinni (15-20 ára), forvarnir og fræðslu sem stuðla að bættu umferðaröryggi. Samhliða umferðarþingi verður haldin vinnusmiðja ungs fólksins í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu auk þess sem haldin verður minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa sunnudaginn 21. nóvember 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. 02.2021 er varðar drög að umsögn sambandsins um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Sveitastjórnir og aðrir viðtakendur eru hvattir til að kynna sér málið. Frestur til að skila inn umsögnum er til 23. febrúar nk. Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 18.02.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lögð fram til kynningar fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 01.02.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 685. fundur - 23. febrúar 2021. Lögð fram til kynningar fundargerð 129. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 12. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 685. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 686. fundur - 2. mars 2021.

Málsnúmer 2102012FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 686. fundur - 2. mars 2021. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 24.02.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að halda lokaða verðkönnun vegna byggingar á aðstöðu fyrir fatlaða í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði. Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið.
  Berg ehf., L7 ehf., Trésmíði ehf. og GJ smiðum ehf.

  Bæjarráð samþykkir að heimila lokaða verðkönnun og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 686. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 3.2 2101051 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 686. fundur - 2. mars 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 686. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 3.3 2102079 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 686. fundur - 2. mars 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 686. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 686. fundur - 2. mars 2021. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.02.2021 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið Holræsa- og gatnahreinsun þann 09.02.2021.

  Eftirfarandi tilboð bárust:
  Hreinsitækni ehf. kr. 17.270.280 m. vsk. fyrir 3 ár.
  Verkval ehf. kr. 14.983.500 m. vsk. fyrir 3 ár.
  Kostnaðaráætlun var kr. 22.350.000 m. vsk. í 3 ár.

  Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði Verkvals ehf. sem jafnframt er lægst bjóðandi verði tekið.

  Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Verkvals ehf. í verkið Holræsa- og gatnahreinsun og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 686. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 686. fundur - 2. mars 2021. Lagt fram til kynningar skýrsla Verkís um Uppbyggingu innviða - eftirfylgni 2020.

  Aðgerðir vegna fárviðris og önnur innviðauppbygging aðgerðarlýsingar sem kynnt var í febrúar 2021. Skýrsluna ásamt öðru efni má nálgast á:

  https://www.stjornarradid.is/innvidir/
  Bókun fundar Afgreiðsla 686. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 686. fundur - 2. mars 2021. Lagt fram til kynningar erindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 22.02.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

  Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 23.02.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla). 141. mál.

  Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23.02.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.

  Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 24.02.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.

  Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 23.02.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 686. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 686. fundur - 2. mars 2021. Lögð fram til kynningar fundargerð 22. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 10.02.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 686. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 687. fundur - 9.mars 2021.

Málsnúmer 2103003FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til febrúar 2021. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 224.843.146. eða 115,45% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til febrúar 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagt fram til kynningar bráðabirgðauppgjör fyrir rekstrarárið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstrarreikning fyrir tímabilið 01.01.2021-31.01.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála dags. 02.03.2021 þar sem fram kemur að mismunur á samþykktri launaáætlun TÁT fyrir árið 2021 og endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2021 er kr. 7.989.124 vegna endurútreiknings m.t.t. nýrra kjarasamninga.
  Hlutur Fjallabyggðar af þeirri upphæð er 47,06% eða kr. 3.759.682. sem óskað er eftir að sett verði í viðauka við fjárhagsáætlun 2021.

  Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 3.759.682 til viðauka nr. 5/2021 við fjárhagsáætlun 2021 sem bókast á málaflokk 04510, lykil 9291. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála dags. 04.03.2021 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 kr. 350.000.- til kaupa á bókahillum.

  Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 350.000 í viðauka nr. 6/2021 við fjárhagsáætlun 2021, kr. 300.000.- bókast á málaflokk 05210, lykil 8524 og kr. 50.000.- á málaflokk 05210, lykil 4951. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé og vísar bæjarráð honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 4.7 2102079 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 4.8 2103016 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 4.9 2103020 Raforka - Samningur
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lögð fram drög að viðauka við Raforkusölusamning Orkusölunnar við Fjallabyggð, dags. 12.08.2016.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagt fram erindi Hreinsitækni ehf., dags. 05.03.2021 þar sem óskað er eftir rökstuðningi og gögnum frá sveitarfélaginu vegna tilboðs Verkvals ehf. sem tekið var í kjölfar verðkönnunar í verkið Holræsa- og gatnahreinsun.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 4.11 2103012 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagt fram erindi Jafnréttisstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.03.2021 er varðar áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar í félagsmálanefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 4.13 2103011 Börn og samgöngur.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.03.2021 er varðar vinnu starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um börn og samgöngur og tengist fyrirhugaðri uppfærslu á samgönguáætlun. Sveitarfélög eru beðin um að svara spurningum um ákveðna þætti í tölvupósti fyrir 13. mars nk.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagt fram til kynningar erindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 02.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

  Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 04.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE 12. tbl. febrúar 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lögð fram til kynningar fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 687.fundur - 9. mars 2021. Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
  91. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 1. mars sl.
  265. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 3. mars sl.
  73. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 4. mars sl.
  119. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 4. mars sl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 687. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021.

Málsnúmer 2103006FVakta málsnúmer

 • 5.1 2009072 Styrkumsóknir 2021 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Bæjarráð samþykkir styrki vegna fasteignaskatts félaga- og félagasamtaka að upphæð kr. 3.549.409 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 5.2 2102046 Fundar- og skrifstofuaðstaða Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Bæjarráð samþykkir að endurbæta skrifstofu- og fundaraðstöðu að Ólafsvegi 4 í samræmi við vinnuskjal og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

  Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 9/2021 að upphæð kr. 1.200.000.- við deild 31300, lykill 4960 kr. 290.000.-, lykill 8541 kr. 400.000.-, og lykill 8551 kr. 510.000.- og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

  Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

  Tillaga frá H-lista :

  H-listinn lýsir yfir ánægju með áhuga og frumkvæði bæjarstjóra á að fara í endurbætur á húsnæði sveitarfélagsins að Ólafsvegi 4, í Ólafsfirði, þó í litlum mæli sé.
  Á síðustu 10 árum hefur Fjallabyggð varið rúmum 104 milljónum í eign- og gjaldfærðan kostnað vegna viðhalds og framkvæmda á Ráðhúsi Fjallabyggðar við Gránugötu á Siglufirði.
  H-listinn fagnar því að sveitarfélagið hugi vel að viðhaldi eigna sinna.
  Árið 2014 stóð til að fara í verulegar breytingar og endurbætur á húsnæðinu að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði sem hýsir Bókasafn Fjallabyggðar og fundaraðstöðu fyrir sveitarfélagið. Verkið var boðið út en engin tilboð bárust og var hætt við framkvæmdina, þetta dagaði svo uppi.
  H-listinn leggur það til hér að þessar hugmyndir verði endurvaktar. Húsnæðið uppfyllir engan veginn aðgengi fyrir alla og er algjörlega óboðlegt sem bókasafn og til að taka á móti íbúum og gestum. Einnig teljum við að koma þurfi upp góðri fundaraðstöðu og aðstöðu fyrir starfsmenn eins og bæjarstjóri leggur til. H-listinn hefur sagt það að gefa eigi þeim starfsmönnum sem búa í Ólafsfirði tækifæri til að velja að mæta til vinnu einhverja daga í viku á starfsstöð í Ólafsfirði. Síðasta árið hefur sýnt okkur að það geti verið kostur að vera með góða aðstöðu í Ólafsfirði, bæði vegna Covid og einnig þegar ófært er eða leiðinlegt veður. Tímarnir hafa breyst og síðustu mánuðir hafa sýnt okkur að vinnuaðstaðan þarf ekki að vera bundin við einn stað og hvað þá í sameinuðu sveitarfélagið. Því miður hefur það gerst að nánast öll þjónusta á vegum sveitarfélagsins hefur hægt og hljótt færst á einn stað, það þarf ekki að vera þannig.

  H-listinn hvetur til að þetta tækifæri verið notað til að skoða með opnum huga framtíðarnotkun á Ólafsvegi 4.

  Tillaga H-listans borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum; Ingibjargar G. Jónsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Helgu Helgadóttur, S. Guðrúnar Hauksdóttur og Tómas Atla Einarssonar gegn tveimur atkvæðum Jóns Valgeirs Baldurssonar og Helga Jóhannssonar.

  Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun :
  Meirihlutinn tekur undir að huga þurfi að viðhaldi og framtíðarsýn húsnæðisins að Ólafsvegi 4.


 • 5.3 2101031 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 5.4 2101091 Ráðning slökkviliðstjóra
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu þess efnis að Jóhann K. Jóhannsson verði ráðinn í starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
  Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 5.5 2103032 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson, S. Guðrún Hauksdóttir, Nanna Árnadóttir og Jón Valgeir Baldursson.

  Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

 • 5.6 2103021 Styrkur - útskriftarmynd
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðni um styrk.
  Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 5.7 2103027 Hopp rafhlaupahjóla leiga í Fjallabyggð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Bæjarráð hafnar því að gera þjónustusamning við sérleyfishafa en tekur jákvætt í erindið og samþykkir að óska eftir afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 5.8 2103034 Aðalfundur Lánasjóðsins - 26 mars 2021
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Lagt fram til kynningar erindi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 26. mars kl. 15:30 á Grand Hótel Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 5.9 2012028 Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Lögð fram til kynningar 11. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 5. mars. sl. Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 5.10 2101022 Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 08.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

  Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 08.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

  Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 09.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum., 470. mál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 5.11 2101002 Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Lögð fram til kynningar fundargerð 130. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 12. mars. sl. Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Fundargerð 24. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 12. febrúar 2021.

7.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021

Málsnúmer 2102006FVakta málsnúmer

 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021 Félagsmálanefnd vekur athygli á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir grunnskólabörn sem búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru lægri en 740.000 kr. að meðaltali á mánuði á tímabilinu mars - júlí árið 2020. Um er að ræða sérstakt verkefni félags- og barnamálaráðherra í kjölfar Covid-19 faraldursins.
  Styrkurinn er veittur vegna barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og er að hámarki 45.000 krónur fyrir hvert barn sem stundar skipulagt íþróttastarf, tómstundastarf og einnig tónlistarskólanám á haustönn 2020 og/eða vorönn 2021. Íþróttafélögin gefa út greiðslukvittanir.
  Athugið að hægt er að koma með kvittanir sem greitt var fyrir í upphafi árs, eða frá hausti 2020.
  Sótt er um styrkinn á island.is (styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs). Hafi umsækjendur ekki greiðslukvittanir eða rafræn skilríki má skila greiðslukvittunum íþróttafélaga og tónlistarskóla og tekjuupplýsingum á skrifstofu Fjallabyggðar fyrir 1. mars nk.
  Nánari upplýsingar gefur Helga Helgadóttir, ráðgjafi félagsþjónustu í síma 464-9100.
  Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021 Deildarstjóri gerði grein fyrir innleiðingarferli styttingu vinnuvikunnar hjá starfstöðvum félagsþjónustunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021 Stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 130. fundar - 12. mars 2021.

Málsnúmer 2103005FVakta málsnúmer

 • 8.1 2103009 Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 12. mars 2021. Erindi frá Jafnréttisstofu um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Alþingi hefur samþykkt tvenn ný lög sem leysa af hólmi lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nýju lögin eru: Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og Lög um um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020. Áætlanir sveitarfélaga í jafnréttismálum skulu nú taka til markmiða og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns, heldur óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Jafnréttisstofa hvetur sveitarfélög til að nýta vel þann tíma sem er fram til sveitarstjórnakosninga vorið 2022 til að undirbúa gerð nýrra áætlana í jafnréttismálum. Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 8.2 2010088 Samstarfssamningur vegna Húss eldri borgara í Ólafsfirði
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 12. mars 2021. Lögð fram til kynningar drög að samningi um afnot félagsþjónustu Fjallabyggðar af Húsi eldri borgara í Ólafsfirði sem og breytingatillaga Félags eldri borgara við drögin. Málið er í áframhaldandi vinnslu. Bókun fundar Tll máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

  Afgreiðsla 130. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 8.3 1802077 Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 12. mars 2021. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 8.4 2002003 Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 12. mars 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 8.5 2012028 Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 12. mars 2021. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Notendaráð fatlaðs fólks - 1. fundur - 25. febrúar 2021.

Málsnúmer 2102016FVakta málsnúmer

 • Notendaráð fatlaðs fólks - 1. fundur - 25. febrúar 2021 Erindisbréf ráðsins lagt fram. Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.

  Afgreiðsla 1. fundar notendaráðs fatlaðs fólks staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Notendaráð fatlaðs fólks - 1. fundur - 25. febrúar 2021 Nefndarmenn kynntu sig og sögðu frá störfum og áhugamálum, ásamt því að greina frá hvort að þeir myndu bjóða sig fram til formennsku og í varaformann í þessu nýja ráði.
  Skrifleg kosning var gerð og lauk henni með því að Magni Óskarsson var réttkjörinn formaður og Viðar Aðalsteinsson varaformaður. Þeim var óskað til hamingju með kosninguna.
  Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.

  Afgreiðsla 1. fundar notendaráðs fatlaðs fólks staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 1. mars 2021

Málsnúmer 2102013FVakta málsnúmer

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 1. mars 2021 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja. Forstöðumaður lagði fram til kynningar fyrirhugaðan opnunartíma íþróttamiðstöðvar um páska 2021.Opnunartíminn verður auglýstur á vef Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar fræðslu- og frístundanefnd staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 1. mars 2021 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara skólans ásamt fulltrúum leikskólans, Olgu Gísladóttur skólastjóra og Fanneyju Jónsdóttur fulltrúa starfsmanna.
  Drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2021-2022 lögð fram til kynningar. Lögð er áhersla á að haustfrí, vetrarfrí og skipulagsdagar séu samræmdir með skólum Dalvíkurbyggðar með skipulag skólastarfs Tónlistarskólans á Tröllaskaga í huga. Stefnt er að því að leggja lokaútgáfu skóladagatala fyrir nefndina í apríl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar fræðslu- og frístundanefnd staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 1. mars 2021 Undir þessum lið sátu fulltrúar leikskólans, Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
  Skólastjóri kynnti fyrirhugað þróunarstarf í leikskólanum í samstarfi við Ásgarð ehf. Lögð er áhersla á samstarf við grunnskólann en þróunarverkefnið í leikskólanum er í beinu framhaldi af því þróunarstarfi sem verið hefur í grunnskólanum síðustu tvö skólaár.
  Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar fræðslu- og frístundanefnd staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 1. mars 2021 Undir þessum lið sátu fulltrúar leikskólans, Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
  Skólastjóri kynnti Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki. Leikskóli Fjallabyggðar hefur hafið þátttöku í þessu verkefni og lofar það góðu. Verkefnið má kynna sér á slóðinni https://www.barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta

  Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Ingibjörg G. Jónsdóttir.

  Afgreiðsla 97. fundar fræðslu- og frístundanefnd staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021.

Málsnúmer 2102014FVakta málsnúmer

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Tæknideild er falið að kostnaðarmeta verkefnin og gera drög að hönnun á völdum verkefnum. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Nanna Árnadóttir.

  Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Ef götunni (Hólavegi 3-19) yrði breytt í einstefnugötu þá yrði aukning á umferð um þröng syðri gatnamót Hólavegar og Hlíðarvegar og því samþykkir nefndin að áfram verði leyfð tvístefna í götunni. Þar sem sjónsvið ökumanns er ekki gott til hægri og vinstri þegar ekið er að umræddum gatnamótum frá Hólavegi er einnig samþykkt að þar verði stöðvunarskylda í stað biðskyldu. Nefndin samþykkir einnig að gangstétt verði lengd niður að gatnamótum. Bókun fundar Ingibjörg G. Jónsdóttir vék undir þessum lið af fundi.

  Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki húseiganda að Vesturgötu 10 n.h. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson og S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson og S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Erindi samþykkt. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson og S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillöguna nærliggjandi húsum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en bendir á að nefndin getur ekki samþykkt svalir og verönd á vesturhlið hússins ásamt lóðamarkabreytingu nema að fyrir liggi skriflegt samþykki húseigenda að Lækjargötu 4c. Bókun fundar Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Nefndin þakkar fyrir ábendinguna. Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Helgi Jóhannsson.

  Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Tæknideild falið að skoða hliðrun á ljósastaur samhliða útskiptum á ljóskerjum í LED. Bókun fundar Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 11.11 2011058 Umsókn um beitarhólf
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Erindi hafnað. Helgi Jóhannsson situr hjá. Bókun fundar Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 11.12 2101096 Mávar - erindi
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Við mikinn ágang máfa í sveitarfélaginu er fengin til skytta sem hefur það verkefni að fækka vargfugli. Er þetta gert c.a. 3-4 sinnum á ári, fer þó eftir ágangi. Ekki er verið að skjóta friðaða fugla. Bókun fundar Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021. Nefndin hefur oft rætt þetta mál og leggur það til að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu á tímabilinu 1. maí til 15. júlí. Tæknideild falið að breyta samþykkt um kattahald í Fjallabyggð í samræmi við ofangreinda bókun og leggja fram á næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Til máls tóku Helga Helgadóttir, Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Jón Valgeir Baldursson, Elías Pétursson, Nanna Árnadóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Tómas Atli Einarsson.

  Tillaga borin upp um að vísa erindinu aftur til Skipulags- og umhverfisnefndar samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 3. mars 2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 265. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021.

Málsnúmer 2103001FVakta málsnúmer

 • 12.1 2101067 Aflatölur 2021
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021. Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur til og með 28. febrúar með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hefur verið landað 2756 tonnum í 79 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 1710 tonnum í 34 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 3 tonnum í 5 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 1 tonni í 1 löndun. Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti framlagða ósk um framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagslýsinguna og vísar henni til umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd.
  Einnig samþykkir hafnarstjórn að halda vinnufund eftir þrjár vikur þar sem drög að deiliskipulagstillögu verða kynnt fyrir stjórninni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021. Hafnarstjórn felst á framlagða ósk yfirhafnarvarðar um lausn frá störfum og þakkar yfirhafnarverði fyrir vel unnin störf á undanförnum árum og óskar honum alls velfarnaðar í framtíðinni. Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson og S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

  Bæjarstjórn tekur undir bókun hafnarstjórnar og þakkar yfirhafnarverði fyrir vel unnin störf á undanförnum árum og óskar honum alls velfarnaðar í framtíðinni.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021. Umræður teknar um úrgangsolíu, vigtarskúr og mengun á hafnarsvæðum Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 4. mars 2021.

Málsnúmer 2103002FVakta málsnúmer

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 4. mars 2021 Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir fundi með ferða-, þjónustu,- menningar- og afþreyingaraðilum í Fjallabyggð þriðjudaginn 16. mars 2021 frá kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg. Boðið verður upp á léttar veitingar, kaffi og gos á fundinum. Skráning er á vef Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 4. mars 2021 Fyrirhugað er að útnefna formlega bæjarlistamann Fjallabyggðar 2021 ásamt því að afhenda úthlutaða styrki til menningarmála ársins 2021 fimmtudaginn 18. mars næstkomandi kl. 18:00 í Tjarnarborg. Skráning á viðburðinn er á vef Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 4. mars 2021 Fyrirhugað er að halda Barnamenningarhátíð í Fjallabygggð dagana 12. - 17. apríl. Að hátíðinni koma fjölmargir aðilar í Fjallabyggð ásamt leik-, grunn- og tónlistarskóla. Dagskrá hátíðarinnar verður auglýst þegar nær dregur. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 4. mars 2021 Nýr vefur Listasafns Fjallabyggðar er tilbúinn og verður settur í birtingu á næstu dögum. Markaðs- og menningarnefnd fagnar útgáfu hans. Útlánareglur listasafnsins voru yfirfarnar og ræddar. Á vef listasafnsins má sjá hvaða myndir eru til útláns. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 13.5 2011044 Fundadagatöl 2021
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 4. mars 2021 Fundardagar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar verða eftirleiðis fyrsta virka fimmtudag í mánuði. Fundadagatal nefndarinnar hefur verið uppfært. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

14.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 2001014Vakta málsnúmer

Til máls tók Elías Pétursson.

Bæjarstjórn samþykkir framlagt yfirlit yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2020.

15.Ráðning slökkviliðstjóra

Málsnúmer 2101091Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir ráðningarferli vegna starfs slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar og gerði að tillögu sinni að Jóhann K. Jóhannsson yrði ráðinn í starfið.

Forseti bæjarstjórnar bar tillöguna undir atkvæði og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn óskar nýjum slökkviliðsstjóra til hamingju með starfið um leið og bæjarstjórn þakkar starfandi slökkviliðsstjóra fyrir vel unnin störf ásamt því að þakka liðlegheitin í því millibilsástandi sem uppi hefur verið frá því að hann óskaði eftir starfslokum.

Fundi slitið - kl. 19:50.