Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021

Málsnúmer 2102006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 199. fundur - 17.03.2021

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021 Félagsmálanefnd vekur athygli á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir grunnskólabörn sem búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru lægri en 740.000 kr. að meðaltali á mánuði á tímabilinu mars - júlí árið 2020. Um er að ræða sérstakt verkefni félags- og barnamálaráðherra í kjölfar Covid-19 faraldursins.
    Styrkurinn er veittur vegna barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og er að hámarki 45.000 krónur fyrir hvert barn sem stundar skipulagt íþróttastarf, tómstundastarf og einnig tónlistarskólanám á haustönn 2020 og/eða vorönn 2021. Íþróttafélögin gefa út greiðslukvittanir.
    Athugið að hægt er að koma með kvittanir sem greitt var fyrir í upphafi árs, eða frá hausti 2020.
    Sótt er um styrkinn á island.is (styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs). Hafi umsækjendur ekki greiðslukvittanir eða rafræn skilríki má skila greiðslukvittunum íþróttafélaga og tónlistarskóla og tekjuupplýsingum á skrifstofu Fjallabyggðar fyrir 1. mars nk.
    Nánari upplýsingar gefur Helga Helgadóttir, ráðgjafi félagsþjónustu í síma 464-9100.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021 Deildarstjóri gerði grein fyrir innleiðingarferli styttingu vinnuvikunnar hjá starfstöðvum félagsþjónustunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 12. febrúar 2021 Stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar félagsmálanefndar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.