Ráðning slökkviliðstjóra

Málsnúmer 2101091

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16.03.2021

Lagt fram vinnuskjal ráðgjafa Intellecta, dags. 12.03.2021 þar sem farið er yfir fyrirkomulag umsóknar- og ráðningarferlis. Þrjár umsóknir bárust um starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, ein umsókn var dregin til baka en viðtöl tekin við umsækjendur sem efir stóðu; Ingvar Erlingsson og Jóhann K. Jóhannsson.

Einnig lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar dags. 15.03.2021 þar sem lagt er til við bæjarráð að Jóhann K. Jóhannsson verði ráðin í starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar.
Erindi svarað
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu þess efnis að Jóhann K. Jóhannsson verði ráðinn í starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 199. fundur - 17.03.2021

Bæjarstjóri fór yfir ráðningarferli vegna starfs slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar og gerði að tillögu sinni að Jóhann K. Jóhannsson yrði ráðinn í starfið.

Forseti bæjarstjórnar bar tillöguna undir atkvæði og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn óskar nýjum slökkviliðsstjóra til hamingju með starfið um leið og bæjarstjórn þakkar starfandi slökkviliðsstjóra fyrir vel unnin störf ásamt því að þakka liðlegheitin í því millibilsástandi sem uppi hefur verið frá því að hann óskaði eftir starfslokum.