Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021.

Málsnúmer 2102007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 199. fundur - 17.03.2021

  • .1 2101051 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lögð fram drög að rekstrar- og þjónustusamningi um varðveislu, viðhald og aðgengi að náttúrugripasafni við Fjallasali ses. 2021-2022 ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála, dags. 12.02.2021.

    Bæjarráð samþykkir drögin og leggur til að styrkur til reksturs safnsins verði kr. 800.000 og þjónustugjald vegna náttúrugripasafns verði kr. 800.000.
    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Helgi Jóhannsson víkur af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lögð fram drög að samstarfssamningi Fjallabyggðar og Golfklúbbs Fjallabyggðar um rekstur golfvallarins í Skeggjabrekku, 2021, ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 06.11.2020 og bókun 675. fundar bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lagt fram til kynningar erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), dags. 04.02.2021 þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins.
    Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lagt fram erindi Erlu Gunnlaugsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dags. 07.02.2021 er varðar fyrirspurn varðandi aðgengi bíla að skólahúsi grunnskólans við Tjarnarstíg og bílastæðum.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lögð fram til kynningar bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, dags. 02.02.2021 vegna samstarfs Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum.

    Rætt um nýútkomna skýrslu utanríkisráðuneytis, Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum, og tækifæri sem í samstarfinu kunna að felast fyrir Akureyrarbæ. Skýrsluna er að finna á eftirfarandi slóð:
    https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/01/21/Samstarf-Graenlands-og-Islands-a-nyjum-Nordurslodum/

    „Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að hlutverk bæjarins sem miðstöðvar norðurslóðastarfs verði eflt til muna og byggt á þeim góða grunni sem fyrir er. Að mati bæjarstjórnar getur Akureyrarbær í samstarfi við stofnanir á Norðurlandi leikið lykilhlutverk í auknu og víðtækara samstarfi Íslands og Grænlands þjóðunum báðum til heilla. Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á Norðurlandi og Akureyri er miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi sem gerir svæðið mjög vel í stakk búið til að takast á við krefjandi og metnaðarfull verkefni.“

    Bæjarráð samþykkir að taka undir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lögð fram til kynningar Áfangastaðaáætlun Norðurlands - Okkar áfangastaður 2021-2023. Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lagt fram erindi Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 05.02.2021 þar sem fram kemur að útboð í 4. áfanga ofanflóðavarna í Hafnarfjalli er hafið.
    Útboð verða opnuð 5. mars nk.

    Þá er óskað eftir aðstöðu á flugvellinum á Siglufirði vegna framkvæmdanna líkt og áður hefur verið.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 684. fundur - 16. febrúar 2021. Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 12.02.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 684. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.