Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021.
Málsnúmer 2103001F
Vakta málsnúmer
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021.
Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur til og með 28. febrúar með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hefur verið landað 2756 tonnum í 79 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 1710 tonnum í 34 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 3 tonnum í 5 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 1 tonni í 1 löndun.
Bókun fundar
Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti framlagða ósk um framkvæmdaleyfi.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagslýsinguna og vísar henni til umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd.
Einnig samþykkir hafnarstjórn að halda vinnufund eftir þrjár vikur þar sem drög að deiliskipulagstillögu verða kynnt fyrir stjórninni.
Bókun fundar
Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021.
Hafnarstjórn felst á framlagða ósk yfirhafnarvarðar um lausn frá störfum og þakkar yfirhafnarverði fyrir vel unnin störf á undanförnum árum og óskar honum alls velfarnaðar í framtíðinni.
Bókun fundar
Til máls tóku Tómas Atli Einarsson og S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Bæjarstjórn tekur undir bókun hafnarstjórnar og þakkar yfirhafnarverði fyrir vel unnin störf á undanförnum árum og óskar honum alls velfarnaðar í framtíðinni.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 4. mars 2021.
Umræður teknar um úrgangsolíu, vigtarskúr og mengun á hafnarsvæðum Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 119. fundar hafnarstjórnar staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.