Viðauki við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 2001014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 663. fundur - 11.08.2020

Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna viðauka 1 til 23 við fjárhagsáætlun 2020. Heildar áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2020 er kr. 81.187.984 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuskjal við viðauka 1 til 23 við fjárhagsáætlun 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22.09.2020

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.09.2020 þar sem lagt er til að launapotti, vegna veikinda og kjarasamningshækkunar, verði útdeilt samkvæmt framlagðri tillögu og bókaður í viðauka nr. 25/2020 við fjárhagsáætlun 2020. Áhrif útdeilingar launapotts á rekstrarniðurstöðu Fjallabyggðar hreyfir ekki við handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir útdeilingu launapotts og vísar í viðauka nr. 25/2020 við fjárhagsáætlun 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13.10.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 09.10.2020 þar sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs til þess að ráða starfsmann sem sinnt hefur starfi yfirmanns umhverfismála áfram til áramóta og í framhaldinu verði gert ráð fyrir stöðunni á fjárhagsárinu 2021.

Launakostnaður frá 16. október til áramóta er áætlaður kr. 1.072.060.-

Bæjarráð samþykkir að ráða starfsmann í fullt starf við þjónustumiðstöð til áramóta.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 28/2020 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 869.824.- við deild 33110 og lykil 1110 og kr. 202.236. við deild 33110, lykil 1890 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22.12.2020

Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna viðauka nr. 24 - 32 við fjárhagsáætlun 2020. Heildaráhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2020 er kr. 89.449.036.- sem mætt var með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 199. fundur - 17.03.2021

Til máls tók Elías Pétursson.

Bæjarstjórn samþykkir framlagt yfirlit yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2020.