Bæjarstjórn Fjallabyggðar

234. fundur 12. október 2023 kl. 17:00 - 18:08 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir varabæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15. september 2023.

Málsnúmer 2309007FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 8, 11 og 12.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 1.2 2210096 Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15. september 2023. Í samræmi við tilmæli minnisblaðs hönnuða hafnar bæjarráð því tilboði sem kom í verkið.
    Samþykkt með þremur atkvæðum.

    Helgi Jóhannsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Það eru veruleg vonbrigði að ekki skuli hafa fengist ásættanleg tilboð í viðbyggingu grunnskólans í Ólafsfirði, þrátt fyrir að verktími hafi verið lengdur í seinna útboði.
    Undirritaður leggur til að kannað verði með að bjóða verkið út í smærri verkþáttum. Það má hugsa sér að jarðvinna og grunnur verði boðin út saman eða í sitthvoru lagi. Jafnframt að kannað verði hjá hönnuðum byggingarinnar að annað byggingarefni verði fyrir valinu t.d. límtréseiningar. Kosturinn við það er að hægt er að reisa bygginguna á hvaða tíma ársins sem er.
    Nú þarf að leita allra leiða til að byggingin rísi sem fyrst og komist í notkun.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.8 2309043 Stuðningur við íslenskukennslu fyrir einstaklinga af erlendum uppruna
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15. september 2023. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið og tekur undir að mikilvægt sé að fólki af erlendum uppruna verði gert kleift að sækja íslenskukennslu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.11 2309041 Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi - Höllin
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15. september 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að tækifærisleyfið verði veitt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.12 2308001 Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15. september 2023. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fyrirvara um að efnisatriði umsóknar séu uppfyllt og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29. september 2023.

Málsnúmer 2309010FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3, 5, 6 og 9.
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu 11. liðar fundargerðarinnar til 11. sérliðar þessa fundar, "2309066 - Samningur um refaveiðar 2023-2025". Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • 2.3 2308028 Vagnaskýli við Leikhóla
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29. september 2023. Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs og framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun.
  • 2.5 2204075 Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29. september 2023. Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um að taka tilboði Kanon arkitekta vegna staðarvalsgreiningar og deiliskipulags fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Bæjarráð leggur áherslu á að staðarvalsgreiningu verði lokið á árinu 2023 þannig að deiliskipulagsvinna geti hafist sem fyrst og lokið á tilætluðum tíma árið 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.6 2211098 Viðhaldsmál í Skálarhlíð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29. september 2023. Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til útboðs. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.9 2309164 Norðurgarður hafnarinnar á Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29. september 2023. Bæjarráð þakkar fyrir erindið og tekur vel í verkefnið. Bæjarráð leggur til að skipuð verði verkefnastjórn undir forystu Pálshúss þar sem verkefnið yrði skilgreint betur, kostnaður greindur ásamt möguleikum til styrkumsókna. Fjallabyggð mun leggja til einn fulltrúa í verkefnastjórnina. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 806. fundur - 5. október 2023.

Málsnúmer 2310001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 16 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 4, 5, 7 og 8.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 3.4 2309172 Samkomulag um þjónustukaup jól og áramót 2023-2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 806. fundur - 5. október 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin sem liggja fyrir og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við félögin. Bókun fundar Tómas Atli Einarsson vék af fundi undir afgreiðslu 4. lið fundargerðarinnar.
    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 3.5 2309014 Viðauki við fjárhagsáætlun 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 806. fundur - 5. október 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við viðaukann og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 7 atkvæðum.
  • 3.7 2310003 Landsmót UMFÍ 50 árið 2025
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 806. fundur - 5. október 2023. Bæjarráð fangar frumkvæðinu og veitir sitt samþykki fyrir umsókninni um að UÍF falist eftir að halda Landsmót UMFÍ 50 árið 2025. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 3.8 2310006 Stuðningur við Flugklasann Air66N 2024-2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 806. fundur - 5. október 2023. Bæjarráð getur því miður ekki orðið við beiðni Flugklasans Air66N en þakkar fyrir gott samstarf á liðnum árum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

4.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 27. fundur - 27. september 2023.

Málsnúmer 2309008FVakta málsnúmer

Fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélags er í 3 liðum.
Til afgreiðslu er liður 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 27. fundur - 27. september 2023. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag heldur áfram verkefninu "Allir með" sem byrjað var á síðastliðið vor. Stefnt er að því að bjóða aftur upp á opna hreyfitíma fyrir fullorðna í íþróttahúsunum og í framhaldinu verði stefnt á að halda dansnámskeið.

    Stýrihópurinn stóð fyrir fyrirlestri í Tjarnarborg 11. ágúst sl. sem bar yfirskriftina Hámarksheilsa. Fyrirlesarinn var Sigurjón Ernir Sturluson. Um 70 manns sóttu fyrirlesturinn og var vel látið af honum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu stýrihópsins.

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 28. september 2023.

Málsnúmer 2309009FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 6 liðum.
Til afgreiðslu er liður 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 28. september 2023. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum til bæjarlistamanns 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 28. september 2023. Markaðs- og menningarnefnd stendur fyrir haustfundi ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2023. Fundurinn er áætlaður um miðjan nóvember. Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að setja saman dagskrá fundarins í samræmi við umræður fundarins og auglýsa hann. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • 5.6 2309121 Listaverkagjöf
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 28. september 2023. Listasafni Fjallabyggðar hefur borist listaverk að gjöf frá afkomendum Dóru Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðarsonar sem bjuggu á Siglufirði á árum áður en Sigurður var læknir á Siglufirði á árunum 1962-1972. Verkið sem er rýjað með plötulopa er samvinnuverkefni Dóru og Höllu Haralds listakonu frá Siglufirði sem teiknaði myndina.
    Markaðs- og menningarnefnd þakkar afkomendum Dóru og Sigurðar fyrir höfðinglega gjöf til safnsins.
    Bókun fundar Bæjarstjórn þakkar afkomendum Dóru Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðarsonar fyrir rausnarlega gjöf.

6.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 38. fundur - 29. september 2023.

Málsnúmer 2309011FVakta málsnúmer

Fundargerð ungmennaráðs er í fjórum liðum.
Til afgreiðslu er liður 1.
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu 1. liðar fundargerðarinnar "Ungmennaráð 2023-2024" til 12. sérliðar þessa fundar, "2205076 - Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022-2026". Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls og lagði til að oddvitar myndu mætu á næsta fund ungmennaráðs. Tillagan var samþykkt með 7. atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 2. október 2023.

Málsnúmer 2309013FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 6 liðum.
Til afgreiðslu er liður 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 7.6 2002030 Reglur um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar 2020
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 2. október 2023. Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir reglur um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar. Reglurnar voru síðast uppfærðar árið 2020. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti tillögur um breytingar á reglunum sem m.a. snúa að innritunaraldri nemenda, tvöfaldri skólavist, rafrænni innritun í gegnum Rafræn Fjallabyggð og breytingar á afsláttarreglum.
    Fræðslu- og frístundanefnd vísar drögum að uppfærðum reglum um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar til bæjarstjórnar Fjallabyggðar og leggur til að uppfærðar reglur taki gildi 1. janúar 2024.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023.

Málsnúmer 2309012FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 24 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1-5, 11-14, 17 og 21.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
Helgi Jóhannsson tók til máls undir 8. lið fundargerðarinnar.
Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson tóku til máls undir 21. lið fundargerðarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Stækkun lóðar samræmist ekki gildandi deiliskipulagi Leirutanga frá 2016 og er umsókn því hafnað.

    Þorgeir Bjarnason sat hjá undir þessum lið.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 greiddum atkvæðum en harmar að núverandi deiliskipulag komi í veg fyrir stækkun lóðarinnar. Bæjarstjórn beinir því jafnframt til bæjarstjóra að deiliskipulag Leirutanga verði endurskoðað m.t.t. breyttra forsenda og að nýting svæðisins til framtíðar verði endurmetin.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan ásamt breytingu á aðalskipulagi verði auglýst í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin samþykkir að tillagan verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á opnum fundi í samræmi við 3.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi af því auglýst með a.m.k. 6 vikna athugasemdafresti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag kirkjugarðsins við Saurbæjarás verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin er jákvæð fyrir stækkun lóðarinnar og felur tæknideild að kynna fyrir eigendum tillögu nefndarinnar að stækkaðri lóð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin þakkar fyrir vel unna umsókn. Í umsögn Fiskistofu er ítarlega farið yfir takmarkanir við framkvæmdir í ánni. Leyfið gildir til 24. ágúst 2027. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.

9.Stofnun lóðar úr landi Burstabrekku

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 5. október 2023 þar sem sótt er um að stofna landeignina Brekkukot 1, úr landi Burstabrekku (L150873) í Ólafsfirði. Einnig lagður fram hnitsettur uppdráttur af landeigninni og umsögn skipulagsfulltrúa sem gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Tómas Atli Einarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.

Bæjarstjórn samþykkir umsóknina með 6 greiddum atkvæðum.

10.Tölvuvæðing unglingastigs Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2209014Vakta málsnúmer

Á 806. fundi bæjarráðs var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem óskað var eftir því að ljúka tölvuvæðingu unglingastigs með tækjakaupum árið 2023.
Bæjarráð fól deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að undirbúa og leggja fram útfærðan viðauka fyrir bæjarstjórn.
Lagður fram útfærður viðauki nr. 17 við fjárhagsáætlun 2023, kr. 3.700.000 í eignasjóði. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 17 með 7 greiddum atkvæðum.

11.Samningur um refaveiðar 2023-2025

Málsnúmer 2309066Vakta málsnúmer

Á 805. fundi bæjarráðs var lagður fram samningur um refaveiðar milli Umhverfisstofnunar og Fjallabyggðar. Samningurinn gildir til 2025.
Markmið samningsins er að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum sem og að skapa fyrirsjáanleika varðandi endurgreiðslur ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga. Bæjarráð vísaði samningnum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Öldungaráð.
Lagt er til að skipa Rögnvald Ingólfsson sem fulltrúa félags eldri borgara í Ólafsfirði í stað Ásdísar Pálmadóttur.

Skipan ungmennaráðs 2023-2024. Ungmennaráð vetrarins er þannig skipað:
Fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar.
Steingrímur Árni Jónsson 9. bekk og Eva María Merenda varamaður 9. bekk.
Guðrún Ósk Auðunsdóttir 10. bekk og Viktor Máni Pálmason varamaður 10. bekk
Anna Brynja Agnarsdóttir frá UÍF.
Ingólfur Gylfi Guðjónsson og Elísabet Ásgerður Heimisdóttir aðalmenn frá MTR og Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Víkingur Ólfjörð Daníelsson varamenn frá MTR.

Tómas Atli Einarsson og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:08.