Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29. september 2023.

Málsnúmer 2309010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 234. fundur - 12.10.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3, 5, 6 og 9.
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu 11. liðar fundargerðarinnar til 11. sérliðar þessa fundar, "2309066 - Samningur um refaveiðar 2023-2025". Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
 • .3 2308028 Vagnaskýli við Leikhóla
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29. september 2023. Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs og framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun.
 • .5 2204075 Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29. september 2023. Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um að taka tilboði Kanon arkitekta vegna staðarvalsgreiningar og deiliskipulags fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Bæjarráð leggur áherslu á að staðarvalsgreiningu verði lokið á árinu 2023 þannig að deiliskipulagsvinna geti hafist sem fyrst og lokið á tilætluðum tíma árið 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .6 2211098 Viðhaldsmál í Skálarhlíð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29. september 2023. Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til útboðs. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .9 2309164 Norðurgarður hafnarinnar á Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29. september 2023. Bæjarráð þakkar fyrir erindið og tekur vel í verkefnið. Bæjarráð leggur til að skipuð verði verkefnastjórn undir forystu Pálshúss þar sem verkefnið yrði skilgreint betur, kostnaður greindur ásamt möguleikum til styrkumsókna. Fjallabyggð mun leggja til einn fulltrúa í verkefnastjórnina. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.