Samningur um refaveiðar 2023-2025

Málsnúmer 2309066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29.09.2023

Lagður fram samningur um refaveiðar milli Umhverfisstofnunar og Fjallabyggðar. Samningurinn gildir til 2025.
Markmið samningsins er að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum sem og að skapa fyrirsjáanleika varðandi endurgreiðslur ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 234. fundur - 12.10.2023

Á 805. fundi bæjarráðs var lagður fram samningur um refaveiðar milli Umhverfisstofnunar og Fjallabyggðar. Samningurinn gildir til 2025.
Markmið samningsins er að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum sem og að skapa fyrirsjáanleika varðandi endurgreiðslur ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga. Bæjarráð vísaði samningnum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.