Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15. september 2023.

Málsnúmer 2309007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 234. fundur - 12.10.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 8, 11 og 12.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • .2 2210096 Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15. september 2023. Í samræmi við tilmæli minnisblaðs hönnuða hafnar bæjarráð því tilboði sem kom í verkið.
  Samþykkt með þremur atkvæðum.

  Helgi Jóhannsson lagði fram eftirfarandi bókun:
  Það eru veruleg vonbrigði að ekki skuli hafa fengist ásættanleg tilboð í viðbyggingu grunnskólans í Ólafsfirði, þrátt fyrir að verktími hafi verið lengdur í seinna útboði.
  Undirritaður leggur til að kannað verði með að bjóða verkið út í smærri verkþáttum. Það má hugsa sér að jarðvinna og grunnur verði boðin út saman eða í sitthvoru lagi. Jafnframt að kannað verði hjá hönnuðum byggingarinnar að annað byggingarefni verði fyrir valinu t.d. límtréseiningar. Kosturinn við það er að hægt er að reisa bygginguna á hvaða tíma ársins sem er.
  Nú þarf að leita allra leiða til að byggingin rísi sem fyrst og komist í notkun.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .8 2309043 Stuðningur við íslenskukennslu fyrir einstaklinga af erlendum uppruna
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15. september 2023. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið og tekur undir að mikilvægt sé að fólki af erlendum uppruna verði gert kleift að sækja íslenskukennslu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .11 2309041 Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi - Höllin
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15. september 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að tækifærisleyfið verði veitt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .12 2308001 Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15. september 2023. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fyrirvara um að efnisatriði umsóknar séu uppfyllt og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.