Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 27. fundur - 27. september 2023.

Málsnúmer 2309008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 234. fundur - 12.10.2023

Fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélags er í 3 liðum.
Til afgreiðslu er liður 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 27. fundur - 27. september 2023. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag heldur áfram verkefninu "Allir með" sem byrjað var á síðastliðið vor. Stefnt er að því að bjóða aftur upp á opna hreyfitíma fyrir fullorðna í íþróttahúsunum og í framhaldinu verði stefnt á að halda dansnámskeið.

    Stýrihópurinn stóð fyrir fyrirlestri í Tjarnarborg 11. ágúst sl. sem bar yfirskriftina Hámarksheilsa. Fyrirlesarinn var Sigurjón Ernir Sturluson. Um 70 manns sóttu fyrirlesturinn og var vel látið af honum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu stýrihópsins.