Tölvuvæðing unglingastigs Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2209014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 806. fundur - 05.10.2023

Skólastjóri grunnskólans hefur óskað eftir að tölvuvæðingu unglingastigs verði flýtt þannig að lokið verði við tækjakaup fyrir nemendur unglingastigs.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra grunnskólans fyrir greinargott yfirlit. Bæjarráð tekur undir að mikilvægt sé að ljúka tölvuvæðingunni á þessu ári og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að undirbúa viðauka og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 234. fundur - 12.10.2023

Á 806. fundi bæjarráðs var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem óskað var eftir því að ljúka tölvuvæðingu unglingastigs með tækjakaupum árið 2023.
Bæjarráð fól deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að undirbúa og leggja fram útfærðan viðauka fyrir bæjarstjórn.
Lagður fram útfærður viðauki nr. 17 við fjárhagsáætlun 2023, kr. 3.700.000 í eignasjóði. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 17 með 7 greiddum atkvæðum.