Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

27. fundur 27. september 2023 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson fulltrúi eldri borgara
  • Arnheiður Jónsdóttir fulltrúi UÍF
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Íþróttavika Evrópu 2023

Málsnúmer 2305076Vakta málsnúmer

Íþróttavika Evrópu 2023 er vikuna 23.-30. september. Fjallabyggð og íþróttafélög taka þátt í vikunni.
Lagt fram til kynningar
Heilsueflandi samfélag og Hátindur 60 héldu sameiginlegan fyrirlestur sem bar yfirskriftina "Hugsaðu um heilsuna. Lærðu að vera í lagi, alveg sama hvað". Fyrirlesturinn var haldinn í Tjarnarborg laugardaginn 23. september af Andra Einarssyni heilsuþjálfa og stofnanda Andri Iceland.
Blakfélag Fjallabyggðar og Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar bjóða upp á opna tíma í vikunni.
Stýrihópurinn þakkar Hátindi 60 og íþróttafélögum fyrir samstarfið.

2.Lýðheilsuvísar 2023

Málsnúmer 2309086Vakta málsnúmer

Lýðheilsuvísar 2023 voru gefnir út í síðustu viku.
Lagt fram til kynningar
Stýrihópurinn fór yfir lýðheilsuvísi fyrir Norðurland og mælaborð yfir þá þætti sem eru mældir í lýðheilsuvísunum var skoðað.

3.Heilsueflandi samfélag - starfið 2022-2026

Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer

Rætt um starf Heilsueflandi samfélags í Fjallabyggð.
Samþykkt
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag heldur áfram verkefninu "Allir með" sem byrjað var á síðastliðið vor. Stefnt er að því að bjóða aftur upp á opna hreyfitíma fyrir fullorðna í íþróttahúsunum og í framhaldinu verði stefnt á að halda dansnámskeið.

Stýrihópurinn stóð fyrir fyrirlestri í Tjarnarborg 11. ágúst sl. sem bar yfirskriftina Hámarksheilsa. Fyrirlesarinn var Sigurjón Ernir Sturluson. Um 70 manns sóttu fyrirlesturinn og var vel látið af honum.

Fundi slitið - kl. 16:00.