Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023.

Málsnúmer 2309012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 234. fundur - 12.10.2023

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 24 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1-5, 11-14, 17 og 21.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
Helgi Jóhannsson tók til máls undir 8. lið fundargerðarinnar.
Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson tóku til máls undir 21. lið fundargerðarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Stækkun lóðar samræmist ekki gildandi deiliskipulagi Leirutanga frá 2016 og er umsókn því hafnað.

    Þorgeir Bjarnason sat hjá undir þessum lið.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 greiddum atkvæðum en harmar að núverandi deiliskipulag komi í veg fyrir stækkun lóðarinnar. Bæjarstjórn beinir því jafnframt til bæjarstjóra að deiliskipulag Leirutanga verði endurskoðað m.t.t. breyttra forsenda og að nýting svæðisins til framtíðar verði endurmetin.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan ásamt breytingu á aðalskipulagi verði auglýst í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin samþykkir að tillagan verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á opnum fundi í samræmi við 3.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi af því auglýst með a.m.k. 6 vikna athugasemdafresti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag kirkjugarðsins við Saurbæjarás verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin er jákvæð fyrir stækkun lóðarinnar og felur tæknideild að kynna fyrir eigendum tillögu nefndarinnar að stækkaðri lóð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 4. október 2023. Nefndin þakkar fyrir vel unna umsókn. Í umsögn Fiskistofu er ítarlega farið yfir takmarkanir við framkvæmdir í ánni. Leyfið gildir til 24. ágúst 2027. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.