Bæjarstjórn Fjallabyggðar

231. fundur 07. júní 2023 kl. 12:00 - 13:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16. maí 2023.

Málsnúmer 2305005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 14 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 4, 7, og 9.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 1.4 2303074 Bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16. maí 2023. Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir minnisblaðið. Málinu vísað til umræðu í bæjarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa". Samþykkt samhljóða.
  • 1.7 2010076 Upptökur á fundum bæjarstjórnar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16. maí 2023. Bæjarráð þakkar Trölla.is fyrir fyrirspurnina. Bæjarráð vill minna á að fundir bæjarstjórnar eru opnir fundir. Málinu vísað til bæjarstjórnar til umræðu. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Upptökur á fundum bæjarstjórnar" Samþykkt samhljóða.
  • 1.9 2111026 Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16. maí 2023. Bæjarráð samþykkir svæðisáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til umræðu og samþykkis. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" Samþykkt samhljóða.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23. maí 2023.

Málsnúmer 2305008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4 og 7.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

  • 2.2 2303093 Ferðaþjónusta félagsþjónustu í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23. maí 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirferðina. Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur um verkefnið. Bæjarráð samþykkir að Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir og Helgi Jóhannsson ásamt bæjarstjóra, deildarstjórar félagsmáladeildar og stjórnsýslu og fjármála myndi starfshópinn. Verkefni hópsins verður að tryggja að verkefnið komist á laggirnar og tryggja að kallað verði eftir sjónarmiðum og þjónustuþörf hagaðila og stofnanna sveitarfélagsins. Starfshópurinn skal skila af sér loka tillögum eigi síðar en 25. júní. Bókun fundar Til máls tók Guðjón M. Ólafsson.
    Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • 2.3 2305051 Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23. maí 2023. Bæjarráð samþykkir lánsumsóknina fyrir sitt leyti og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2022" Samþykkt samhljóða.
  • 2.4 2203073 Framlenging verksamnings um ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23. maí 2023. Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að framlengingarákvæði verksamningsins verði nýtt og samningurinn framlengdur um 1 ár til viðbótar. Bókun fundar Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • 2.7 2305050 Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi sjómannadagsball Ólafsfjörður
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23. maí 2023. Bæjarráð tekur vel í erindið og veitir jákvæða umsögn vegna Sjómannadagsballs í Ólafsfirði. Bókun fundar Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 792. fundur - 31. maí 2023.

Málsnúmer 2305010FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 5, 7 og 8.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 3.5 2210059 Skeggjabrekkuvöllur - fjárfestingar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 792. fundur - 31. maí 2023. Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • 3.7 2305062 Umsóknarbeiðni tækifærisleyfi Hornbrekka
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 792. fundur - 31. maí 2023. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna kráarkvölds í Hornbrekku. Bókun fundar Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • 3.8 2305075 Erindi til bæjarráðs
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 792. fundur - 31. maí 2023. Bæjarráð veitir fyrir sitt leyfi jákvæða umsögn og leyfi fyrir notkun á því landssvæði sem um er sótt og er í eigu sveitarfélagsins vegna þyrluflugs laugardaginn 3. júní í tengslum við sjómannadaginn í Ólafsfirði. Bæjarráð beinir því til ábyrgðarmanna að farið verði eftir öryggisreglum í hvívetna. Bókun fundar Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 37. fundur - 15. maí 2023.

Málsnúmer 2305006FVakta málsnúmer

Fundargerð ungmennaráðs er í tveimur liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 17. maí 2023.

Málsnúmer 2305007FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í þremur liðum.
Til afgreiðslu er liður nr. 1.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 5.1 2109037 Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun í Fjallabyggð
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 17. maí 2023. Farið yfir fyrirhugaðar breytingar á þjónustu við aldraða í Ólafsfirði. Deildarstjóri gerði grein fyrir breyttu fyrirkomulagi á framkvæmd þjónustunnar sem m.a. hafa breytingar í för með sér fyrir núverandi skipulag þjónustunnar í Húsi eldri borgara.
    Félagsmálanefnd samþykkir fyrirhugaðar breytingar og samþykkir jafnframt fyrir sitt leyti að leigusamningi um afnot félagsþjónustunnar af Húsi eldri borgara í Ólafsfirði, verði sagt upp samkvæmt þeim uppsagnarákvæðum sem í honum eru.


    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun í Fjallabyggð" Samþykkt samhljóða.

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 1. júní 2023.

Málsnúmer 2305009FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í sex liðum.
Til afgreiðslu er liður nr. 5.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 6.5 2302081 Menningartengdir skyndiviðburðir 2023, reglur og úthlutanir
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 1. júní 2023. Markaðs- og menningarnefnd hefur endurskoðað og einfaldað reglur um úthlutun styrkja til skyndiviðburða. Nefndin vísar drögum að endurskoðuðum reglum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Menningartengdir skyndiviðburðir 2023, reglur og úthlutanir" Samþykkt samhljóða.

7.Bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

Málsnúmer 2303074Vakta málsnúmer

Til máls tóku Sigríður Ingvarsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson og Helgi Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa minnisblaðinu til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

8.Upptökur á fundum bæjarstjórnar

Málsnúmer 2010076Vakta málsnúmer

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson og Tómas Atli Einarsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu og nánari útfærslu þess til bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar og þær leggi tillögur sínar fyrir bæjarstjórnarfund í september.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

9.Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 2111026Vakta málsnúmer

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

10.Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun í Fjallabyggð

Málsnúmer 2109037Vakta málsnúmer

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Guðjón M. Ólafsson.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

11.Menningartengdir skyndiviðburðir 2023, reglur og úthlutanir

Málsnúmer 2302081Vakta málsnúmer

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum. Skerpa betur á ákvörðunum og afgreiðslu umsókna. Bæjarstjóri ásamt deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála hafi fullnaðarafgreiðslu á málum.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

12.Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2022

Málsnúmer 2305051Vakta málsnúmer

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

13.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

S.Guðrún tekur sæti Sigríðar Ingvarsdóttur í stjórnum Pálshúss og Þjóðlagaseturs.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

14.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2023

Málsnúmer 2305086Vakta málsnúmer

Sumarleyfi bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að fella niður fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar í júlí og ágúst 2023. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður miðvikudaginn 13. september 2023. Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á þessum tíma í samræmi við 32. grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:30.