Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 17. maí 2023.

Málsnúmer 2305007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 231. fundur - 07.06.2023

Fundargerð félagsmálanefndar er í þremur liðum.
Til afgreiðslu er liður nr. 1.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • .1 2109037 Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun í Fjallabyggð
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 17. maí 2023. Farið yfir fyrirhugaðar breytingar á þjónustu við aldraða í Ólafsfirði. Deildarstjóri gerði grein fyrir breyttu fyrirkomulagi á framkvæmd þjónustunnar sem m.a. hafa breytingar í för með sér fyrir núverandi skipulag þjónustunnar í Húsi eldri borgara.
    Félagsmálanefnd samþykkir fyrirhugaðar breytingar og samþykkir jafnframt fyrir sitt leyti að leigusamningi um afnot félagsþjónustunnar af Húsi eldri borgara í Ólafsfirði, verði sagt upp samkvæmt þeim uppsagnarákvæðum sem í honum eru.


    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun í Fjallabyggð" Samþykkt samhljóða.