Bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

Málsnúmer 2303074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 784. fundur - 28.03.2023

Lagt fram sameiginlegt bréf innviðaráðherra og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Verkefnisstjórninni skilað af sér yfirgripsmiklum tillögum til að bæta starfsaðstæður og starfskjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum þann 24. nóvember síðastliðinn. Vinna stendur yfir á vegum ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga við að fylgja tillögunum eftir.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að kanna hvernig starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í Fjallabyggð eru m.t.t. þeirra ábendinga sem koma fram í bréfi verkefnastjórnar um starfsaðstæður og starfskjör kjörinna fulltrúa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16.05.2023

Á 784. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að kanna hvernig starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í Fjallabyggð eru m.t.t. þeirra ábendinga sem koma fram í bréfi verkefnastjórnar um starfsaðstæður og starfskjör kjörinna fulltrúa. Minnisblað bæjarstjóra um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa lagt fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir minnisblaðið. Málinu vísað til umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 231. fundur - 07.06.2023

Til máls tóku Sigríður Ingvarsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson og Helgi Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa minnisblaðinu til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.