Upptökur á fundum bæjarstjórnar

Málsnúmer 2010076

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23.10.2020

Lagt fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, dags. 21.10.2020 þar sem lagt er til að bæjarstjórnarfundir verði teknir upp og þeim streymt í beinni útsendingu með það að leiðarljósi að auka gagnsæi og aðgengi íbúa að upplýsingum um sveitarfélagið.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjórnarfundir verði teknir upp og þeim streymt í beinni útsendingu og felur bæjarstjóra að vinna tillögu að útfærslu og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22.12.2020

Á 672. fundi bæjarstjórnar þann 23. október 2020 lagði Forseti bæjarstjórnar til og bæjarráð samþykkti að farið verði í upptökur á bæjarstjórnarfundum og þeim streymt í beinni útsendingu fyrir íbúa til að auka gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um sveitarfélagið. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna tillögu að útfærslu og leggja fyrir bæjarráð.
Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 30.11.2020 þar sem fram kemur að kostnaður við upptökur af bæjarstjórnarfundum er áætlaður kr. 780.000 vegna tækjakaupa og tæknimála.

Bæjarráð samþykkir kostnað vegna tækja- og tæknimála að upphæð kr. 780.000 og vísar í viðauka nr. 33/2020 við fjárhagsáætlun 2020 sem hreyfir ekki handbært fé og verði gerð millifærsla í fjárhagsáætlun 2020. Viðaukinn bókast á málaflokk 21010, lykil 8551 kr. 780.000.- og til lækkunar á málaflokki 05700, lykill 4990 kr. -500.000.- og til lækkunar á málaflokki 05700, lykill 9291 kr. -280.000.-

Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16.05.2023

Erindi Hljóðsmárans ehf. um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagt fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar Trölla.is fyrir fyrirspurnina. Bæjarráð vill minna á að fundir bæjarstjórnar eru opnir fundir. Málinu vísað til bæjarstjórnar til umræðu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 231. fundur - 07.06.2023

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson og Tómas Atli Einarsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu og nánari útfærslu þess til bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar og þær leggi tillögur sínar fyrir bæjarstjórnarfund í september.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.