Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun í Fjallabyggð

Málsnúmer 2109037

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 136. fundur - 18.03.2022

Deildarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og næstu skrefum.

Stjórn Hornbrekku - 33. fundur - 16.06.2022

Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri félagsmáladeildar gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Markmið Fjallabyggðar eru að sveitarfélagið verði tilrauna-/þróunar sveitarfélag á sviði þjónustu við eldra fólk og að unnið verði að fjölbreyttum verkefnum innan þeirra samninga sem gerðir verða við Sjúkratryggingar Íslands og eða aðra aðila. Í því fellst m.a. að innleiðing á fjölbreyttum tæknilausnum og notkun á velferðartækni í þjónustu við eldra fólk.
Framgangur verkefnisins hefur heilt yfir gengið vel sem snýr að áætlunar og skipulagsþáttum einstakra verkþátta. Mikilvægur áfangi náðist með samstarfsyfirlýsingu við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) og Velferðarklasa Norðurlands (Veltek), sem verður væntanlega undirrituð 24. júní næstkomandi. Stærsti áfanginn er án efa styrkveiting sem innviðaráðherra úthlutaði þann 20. apríl síðastliðinn, að upphæð kr. 37.675.000, til þriggja ára (2022 - 2024). Styrkurinn rennur til Fjallabyggðar gegnum Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE), með sérstökum samningi þar um. Auk þess hefur Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands (EBÍ), úthlutað verkefninu styrk að upphæð 600 þúsund króna á þessu ári.

Stjórn Hornbrekku - 34. fundur - 13.07.2022

Halldór S. Guðmundsson, ráðgjafi verkefnisins, var gestur fundarins.

Deildarstjóri félagsmáladeildar Hjörtur Hjartarson og Halldór S. Guðmundsson (HSG) fóru yfir núverandi stöðu og framvinduna í þróunar- og nýsköpunarverkefninu um sveigjanlega dagþjálfun og þjónustu við eldra fólk í Fjallabyggð. Jafnframt kynntu þeir tillögur varðandi næstu skref og áherslur í áframhaldandi vinnu og samvinnugerð við SÍ vegna þróunarverkefnisins.
Stjórn Hornbrekku samþykkir að leggja til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að deildarstjóra félagsmáladeildar og HSG verði falið að vinna áfram að samningagerð við SÍ. Þegar væntanleg drög að samningi liggja fyrir verði þau kynnt og lögð fyrir bæjarráð Fjallabyggðar til afgreiðslu.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 139. fundur - 13.09.2022

Deildarstjóri gerir grein fyrir framvindu stöðu verkefnisins.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 17.05.2023

Farið yfir tillögur um breytingar á fyrirkomulagi á framkvæmd dagþjónustu sem m.a. hafa breytingar í för með sér fyrir núverandi skipulag þjónustunnar í Húsi eldri borgara.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Farið yfir fyrirhugaðar breytingar á þjónustu við aldraða í Ólafsfirði. Deildarstjóri gerði grein fyrir breyttu fyrirkomulagi á framkvæmd þjónustunnar sem m.a. hafa breytingar í för með sér fyrir núverandi skipulag þjónustunnar í Húsi eldri borgara.
Félagsmálanefnd samþykkir fyrirhugaðar breytingar og samþykkir jafnframt fyrir sitt leyti að leigusamningi um afnot félagsþjónustunnar af Húsi eldri borgara í Ólafsfirði, verði sagt upp samkvæmt þeim uppsagnarákvæðum sem í honum eru.


Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 231. fundur - 07.06.2023

Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Guðjón M. Ólafsson.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.