Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23. maí 2023.

Málsnúmer 2305008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 231. fundur - 07.06.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4 og 7.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

  • .2 2303093 Ferðaþjónusta félagsþjónustu í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23. maí 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirferðina. Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur um verkefnið. Bæjarráð samþykkir að Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir og Helgi Jóhannsson ásamt bæjarstjóra, deildarstjórar félagsmáladeildar og stjórnsýslu og fjármála myndi starfshópinn. Verkefni hópsins verður að tryggja að verkefnið komist á laggirnar og tryggja að kallað verði eftir sjónarmiðum og þjónustuþörf hagaðila og stofnanna sveitarfélagsins. Starfshópurinn skal skila af sér loka tillögum eigi síðar en 25. júní. Bókun fundar Til máls tók Guðjón M. Ólafsson.
    Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • .3 2305051 Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23. maí 2023. Bæjarráð samþykkir lánsumsóknina fyrir sitt leyti og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2022" Samþykkt samhljóða.
  • .4 2203073 Framlenging verksamnings um ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23. maí 2023. Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að framlengingarákvæði verksamningsins verði nýtt og samningurinn framlengdur um 1 ár til viðbótar. Bókun fundar Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • .7 2305050 Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi sjómannadagsball Ólafsfjörður
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23. maí 2023. Bæjarráð tekur vel í erindið og veitir jákvæða umsögn vegna Sjómannadagsballs í Ólafsfirði. Bókun fundar Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.