Pop-up viðburðir 2023, reglur og úthlutanir

Málsnúmer 2302081

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 02.03.2023

Á fjárhagsáætlun 2023 var gert ráð fyrir fjármagni til úthlutunar fyrir svo kallaða pop-up viðburði, viðburði sem verða til eftir að umsóknarfrestur til styrkja til menningarmála er liðinn.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Markaðs- og menningarnefnd felur markaðsfulltrúa að gera drög að reglum um pop-up styrki og umsóknareyðublað og leggja fyrir nefndina til umfjöllunar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 97. fundur - 29.03.2023

Í fjárhagsáætlun 2023 er áætlað fjármagn í svokallaða skyndiviðburði en það eru ýmiskonar list- eða menningarviðburðir, oft ákveðnir með stuttum fyrirvara.
Markaðs- og menningarnefnd hefur unnið drög að reglum um úthlutun styrkja til menningartengdra skyndiviðburða. Drögum að reglum er vísað til umfjöllunar í bæjarráði og samþykktar bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 785. fundur - 04.04.2023

Markaðs- og menningarnefnd hefur unnið drög að reglum um úthlutun styrkja til menningartengdra skyndiviðburða. Drögum að reglum er vísað til umfjöllunar í bæjarráði og samþykktar bæjarstjórnar.
Vísað til nefndar
Bæjarráð leggur til eftirfarandi breytingar á reglunum og vísar þeim til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar.

a.
Sett verði fjárhæðamörk á hvaða mál þurfi að fara fyrir markaðs- og menningarnefnd. Hærri fjárhæðir fari því fyrir nefndina en lægri fjárhæðir verði afgreiddar beint af bæjarstjóra og/eða deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
b.
Reglurnar verði útvíkkaðar þannig að auka meiri sveigjanleika fyrir aðila sem vilja halda pop-up viðburði.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 98. fundur - 01.06.2023

Bæjarráð fjallaði um drög að reglum um úthlutun á styrkjum til skyndiviðburða. Bæjarráð lagði til breytingar á drögunum og vísaði þeim til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Markaðs- og menningarnefnd hefur endurskoðað og einfaldað reglur um úthlutun styrkja til skyndiviðburða. Nefndin vísar drögum að endurskoðuðum reglum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 231. fundur - 07.06.2023

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum. Skerpa betur á ákvörðunum og afgreiðslu umsókna. Bæjarstjóri ásamt deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála hafi fullnaðarafgreiðslu á málum.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.