Bæjarráð Fjallabyggðar

445. fundur 18. maí 2016 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, F lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Málefni jarðganga á Tröllaskaga

Málsnúmer 1604029Vakta málsnúmer

Á 441. fundi bæjarráðs, 19. apríl 2016, var lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar til Vegagerðar, um málefni jarðganga á Tröllaskaga, dagsett 11. apríl 2016.

Á 443. fundi bæjarráðs, 3. maí 2016, var lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar, dagsett, 20. apríl 2016.

Bæjarráð undraðist svör Vegagerðarinnar og fól slökkviliðsstjóra að leita eftir skýrari svörum.

Lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra til Vegagerðarinnar, dagsett 17. maí 2016.

2.Umsóknir um starf markaðs- og menningarfulltrúa

Málsnúmer 1604076Vakta málsnúmer

Helga Helgadóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls. S. Guðrún Hauksdóttir mætti í hennar stað.

17 umsóknir bárust um starf markaðs- og menningarfulltrúa.

Umsækjendur eru:
Anna Hulda Júlíusdóttir
Ásdís Sigurðardóttir
Björn S. Lárusson
Davíð Fjölnir Ármannsson
Diðrik Gunnarsson
Eiríkur Níels Níelsson
Guðrún Ingimundardóttir
Helgi Jónasson
Jón Ólafur Björgvinsson
Linda Lea Bogadóttir
María Lóa Friðjónsdóttir
Miguel Ferreira
Stefano Ferrari
Sæmundur Ámundason
Una Dögg Guðmundsdóttir
Vigdís Arna Jóns Þuríðardóttir
Þórey S. Þórisdóttir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna úr umsóknum og taka 7 umsækjendur í viðtöl sem uppfylla best menntunar- og hæfnisskilyrði.

3.Leiguhúsnæði fyrir NEON félagsmiðstöð

Málsnúmer 1506047Vakta málsnúmer

Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, var samþykkt að leggja til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við leigusala Lækjagötu 8 um framlengingu á samningi undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri taki upp viðræður við leigusala um framlengingu samnings um leiguhúsnæði að Lækjargötu 8 Siglufirði.

4.Staðgreiðsla tímabils 2016

Málsnúmer 1603055Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 30. apríl 2016.

Innborganir nema kr. 317,3 milljónum sem er 97,4% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 325,8 milljónum.

5.Úthlutun beitarhólfa á Siglufirði - Hestamannafélagið Glæsir

Málsnúmer 1603102Vakta málsnúmer

Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi undir þessu máli.

Lagt fram til kynningar erindi Hestamannafélagsins Glæsis, dagsett 6. maí 2016, varðandi úthlutun beitarhólfa.

6.Rekstur tjaldsvæða 2016

Málsnúmer 1603048Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um rekstur tjaldsvæða í Siglufirði við Baldvin Júlíusson og Margréti Sveinbergsdóttur.

Bæjarráð staðfestir samning.

7.Líkamsræktir, Siglufirði og Ólafsfirði

Málsnúmer 1511002Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 17. maí 2016, varðandi líkamsræktartæki.

Þar kemur m.a. fram að fulltrúi GYM-heilsu sem er með Nautilus líkamsræktartæki og rekur líkamsrækt í Kópavogi, Vogum, Hafnarfirði, Hellu og Grindavík hafi haft samband og boðið Fjallabyggð notuð tæki til kaups sem falla til við lokun GYM-heilsu á stöðvunum í Kópavogi.

Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála hafa skoðað tækin og er ástand þeirra mjög gott.

Þeirra mat er að tilboð GYM- heilsu sé ásættanlegt og með kaupum á þessum tækjum væri hægt að endurnýja tækin í báðum líkamsræktarstöðvunum.

Bæjarráð samþykkir tilboð GYM-heilsu og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2016 sem lagður verður fram á næsta fundi bæjarráðs. Á þeim fundi verða einnig lögð fram drög að samningi.

8.Beiðni um að fá afnot af túninu sunnan við Alþýðuhúsið til að koma upp skúlptúrgarði

Málsnúmer 1605039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, dagsett 9. maí 2016, þar sem óskað er eftir afnotum af túninu sunnan við Alþýðuhúsið, Þormóðsgötu Siglufirði, til að koma upp skúlptúrgarði.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

9.Málefni félags eldri borgara í Ólafsfirði

Málsnúmer 1605036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Félags eldri borgara Ólafsfirði, dagsett 14. maí 2016, varðandi öldungaráð, námskeið og púttvöll.

Bæjarráð samþykkir að viðræðuhópur á vegum félagsmálanefndar taki aftur upp viðræður við félög eldri borgara í Fjallabyggð.
Jafnframt er deildarstjóra félagsmáladeildar falið að taka málið áfram.

Varðandi aðkomu bæjarfélagsins að námskeiðahaldi er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar í tengslum við dagdvöl aldraðra.

Varðandi aðstöðu undir púttvöll, þá óskar bæjarráð eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

10.Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar - 2016

Málsnúmer 1605041Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2016, 9. júní á Svalbarðseyri.

Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Málræktarsjóðs 3. júní 2016

Málsnúmer 1605032Vakta málsnúmer

Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn í Reykjavík 3. júní 2016.

Fjallabyggð hefur rétt til að tilnefna fulltrúa í fulltrúaráðið og þurfa tilnefningar að hafa borist eigi síðar en 23. maí n.k.

Lagt fram.

12.Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 2015

Málsnúmer 1605024Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar, ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2015.

Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. samþykkta samtakanna skal stjórn samþykkja ársreikninga eftir að þeir hafa verið kynntir aðildarhöfnunum.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við ársreikninginn.

13.Forsetakosningar - 2016

Málsnúmer 1605026Vakta málsnúmer

Í erindi Þjóðskrár Íslands kemur fram að laugardagurinn 4. júní 2016 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna forsetakosninganna sem fara fram þann 25. júní n.k.

Kosningarétt við forsetakosningarnar 25. júní 2016 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og lögheimili eiga hér á landi. Jafnframt eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2007 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Þá eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2007, enda hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2015. Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarétt við forsetakosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar, sem eiga kosningarétt samkvæmt lögum nr. 85/1946, þ.e. þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10 árum fyrir þann tíma.

Þjóðskrá Íslands vill af þessu tilefni minna á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust. Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 4. júní 2016 mun ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi 3. júní eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Vakin er athygli á því að stefnt er að því að prentútgáfa kjörskrárskrárstofnsins verði tilbúin til afhendingar þann 8. júní og á sama tíma verður opnað fyrir uppflettingu á vefnum "Hvar á ég að kjósa?" þar sem hægt er að kanna hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.

Lagt fram.

14.Nýr kjarasamningur við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Málsnúmer 1605021Vakta málsnúmer

Þann 22. apríl 2016 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga nýjan kjarasamning.

Lagt fram til kynningar.

15.Styrkir vegna námsupplýsingakerfis

Málsnúmer 1605025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 4. maí 2016, þar sem óskað er eftir upplýsingum um nýtingu styrks til uppfærslu námsupplýsingakerfis grunnskóla.

Óskað er eftir að upplýsingarnar berist ráðuneytinu fyrir 10. júní.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

16.Málefni Sigurhæðar ses (safnamál Ólafsfirði)

Málsnúmer 1605042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá stjórn Sigurhæðar ses, dagsett 11. maí 2016, er m.a. varða fasteignagjöld vegna Aðalgötu 15 Ólafsfirði og Strandgötu 4.
Jafnframt er bæjarfulltrúum boðið í heimsókn að Strandgötu 4 og kynningu á málefnum félagsins.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu.

Bæjarráð þakkar fyrir heimboðið.

17.Til umsagnar - frá nefndasviði Alþingis, 675. mál

Málsnúmer 1605031Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla, 675. mál.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

18.Óviðundandi ástand bakka við Suðurgötu 20 Siglufirði

Málsnúmer 1507032Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni eiganda að Lindargötu 17 Siglufirði, dagsett 12. maí 2016, um lagfæringu á bakkanum á lóðarmörkum Lindargötu og Suðurgötu með steyptum vegg.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

19.Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2016

Málsnúmer 1509037Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 10. maí 2016 um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskóla, fjárhagsárið 2016, sbr. umsókn bæjarfélagsins þar að lútandi.

Endanleg úthlutun er kr. 8.400.000 en í fjárhagsáætlun 2016, var gert ráð fyrir kr. 6.000.000
Bæjarráð samþykkir að vísa breytingu til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

20.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

80. fundur hafnarstjórnar, 10. maí 2016.

Fundi slitið.