Beiðni um að fá afnot af túninu sunnan við Alþýðuhúsið til að koma upp skúlptúrgarði

Málsnúmer 1605039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18.05.2016

Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, dagsett 9. maí 2016, þar sem óskað er eftir afnotum af túninu sunnan við Alþýðuhúsið, Þormóðsgötu Siglufirði, til að koma upp skúlptúrgarði.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 201. fundur - 14.06.2016

Nefndin tekur jákvætt í erindið og getur fyrir sitt leiti samþykkt beiðni um afnot en bendir á að ef sótt er um byggingarrétt á umræddum lóðum þá muni afnotaréttur falla niður og allur kostnaður vegna þess að koma lóðinni í upphaflegt horf fellur á afnotanda.