Forsetakosningar - 2016

Málsnúmer 1605026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18.05.2016

Í erindi Þjóðskrár Íslands kemur fram að laugardagurinn 4. júní 2016 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna forsetakosninganna sem fara fram þann 25. júní n.k.

Kosningarétt við forsetakosningarnar 25. júní 2016 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og lögheimili eiga hér á landi. Jafnframt eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2007 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Þá eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2007, enda hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2015. Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarétt við forsetakosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar, sem eiga kosningarétt samkvæmt lögum nr. 85/1946, þ.e. þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10 árum fyrir þann tíma.

Þjóðskrá Íslands vill af þessu tilefni minna á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust. Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 4. júní 2016 mun ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi 3. júní eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Vakin er athygli á því að stefnt er að því að prentútgáfa kjörskrárskrárstofnsins verði tilbúin til afhendingar þann 8. júní og á sama tíma verður opnað fyrir uppflettingu á vefnum "Hvar á ég að kjósa?" þar sem hægt er að kanna hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.

Lagt fram.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 133. fundur - 14.06.2016

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 6. júní 2016, eru upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna forsetakosninga 25. júní 2016. Með bréfinu fylgdu 3 eintök af kjörskrárstofni. Samkvæmt kjörskrárstofni eru 1625 á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 1.002 á kjörskrá og í Ólafsfirði 623.

Bæjarstjórn samþykkir að gera eina breytingu á framlögðum kjörskrárstofni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum svo breytta kjörskrá.
1624 eru á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 1.001 á kjörskrá og í Ólafsfirði 623.

Kjörskrár vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 verða lagðar fram 15. júní n.k. almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 2, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní 2016 í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14.06.2016

Lagðar fram eftirfarandi upplýsingar varðandi forsetakosningar:

a) Upplýsingar um leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna.

b) Greiðslur úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna forsetakosninga.

c) Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 451. fundur - 24.06.2016

Á 133. fundi bæjarstjórnar, 14. júní 2016 samþykkti
bæjarstjórn að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní 2016 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 21. júní 2016, er ábending um eina leiðréttingu kjörskrár vegna nýs ríkisfangs.


Bæjarráð samþykkir að gera eina breytingu á framlögðum kjörskrárstofni.

1625 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð.
Á Siglufirði eru 1.001 á kjörskrá og í Ólafsfirði 624.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 454. fundur - 12.07.2016

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins vegna forsetakosninganna 25. júní sl.

Erindinu vísað til afgreiðslu deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu.