Málefni Sigurhæðar ses (safnamál Ólafsfirði)

Málsnúmer 1605042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18.05.2016

Lagt fram erindi frá stjórn Sigurhæðar ses, dagsett 11. maí 2016, er m.a. varða fasteignagjöld vegna Aðalgötu 15 Ólafsfirði og Strandgötu 4.
Jafnframt er bæjarfulltrúum boðið í heimsókn að Strandgötu 4 og kynningu á málefnum félagsins.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu.

Bæjarráð þakkar fyrir heimboðið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 06.06.2016

Á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2016, var lagt fram erindi frá stjórn Sigurhæðar ses, dagsett 11. maí 2016, er m.a. varða fasteignagjöld vegna Aðalgötu 15 Ólafsfirði og Strandgötu 4.

Bæjarráð óskaði umsagnar deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að leggja fyrir bæjarráð drög að rekstrarsamningi.

Afstaða til erindis Sigurhæðar verður tekin þegar drög að rekstrarsamningi liggja fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 460. fundur - 11.08.2016

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að leggja fyrir bæjarráð drög að rekstrarsamningi.
Afstaða til erindis Sigurhæðar sem var til umfjöllunar á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2016, yrði tekin þegar drög að rekstrarsamningi lægju fyrir.

Drög að rekstrarsamningi lagður fram.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti rekstrarsamning Fjallabyggðar við Sigurhæð ses.

Bæjarráð telur að framlag til greiðslu fasteignagjalda sé hluti af núgildandi rekstrarsamningi og hafnar beiðni um sérstakt framlag vegna fasteignaskatts.

Bæjarráð hafnar beiðni um að greiða kr. 500 þúsund sem gert var ráð fyrir til viðhalds Aðalgötu 15 Ólafsfirði, þar sem það er nú selt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11.10.2016

Á 460. fundi bæjarráðs, 11. ágúst 2016, samþykkti bæjarráð fyrir sitt leyti rekstrarsamning Fjallabyggðar við Sigurhæð ses.

Stjórn Sigurhæðar ses, nú Fjallasala, hefur komið á framfæri þeirri ósk að ákvæði í rekstrarsamningi um frían aðgang heimamanna verði fellt út.

Bæjarráð leggst gegn því að ákvæði um frían aðgang heimamanna verði fellt út.