Leiguhúsnæði fyrir NEON félagsmiðstöð

Málsnúmer 1506047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 21. maí 2015, var rætt um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Neon. Nefndin beindi þeim tilmælum til bæjarráðs að auglýst yrði eftir húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Á 394. fundi bæjarráðs, 26. maí 2015, var samþykkt að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar að auglýsa eftir húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar Hjartar Hjartarsonar, dagsett 3. júlí 2015.

Þar kemur m.a. fram að eitt svar barst við auglýsingunni frá eigendum neðri hæðar Lækjargötu 8 Siglufirði, sem áður hýsti starfsemi veitingastaðarins Billans.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við eigendur Lækjargötu um leigu fyrir NEON félagsmiðstöð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 401. fundur - 14.07.2015

Eitt tilboð barst frá Hálfdáni Sveinssyni í leiguhúsnæði undir NEON félagsmiðstöð.

Bæjarstjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar gengu til viðræðna við leigusala og gengu frá samningi til eins árs á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 403. fundur - 28.07.2015

Lagður fram til kynningar undirritaður leigusamningur fyrir félagsmiðstöðina Neon að Lækjargötu 8 Siglufirði.

Með þessu húsnæði er aðstaða fyrir félagsmiðstöðina leyst á Siglufirði.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 02.05.2016

Samkvæmt samningi um leigu á húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON á Siglufirði geta aðilar tekið upp viðræður um framlengingu samnings um eitt ár og þarf niðurstaða að liggja fyrir um mánaðarmótin apríl/ maí 2016. Í ljósi þess og þar sem ekki liggur fyrir að lausn sé í sjónmáli um framtíðarhúsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar leggur fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við leigusala Lækjagötu 8 um framlengingu á samningnum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18.05.2016

Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, var samþykkt að leggja til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við leigusala Lækjagötu 8 um framlengingu á samningi undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri taki upp viðræður við leigusala um framlengingu samnings um leiguhúsnæði að Lækjargötu 8 Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 453. fundur - 05.07.2016

Lagður fram til kynningar undirritaður leigusamningur fyrir félagsmiðstöðina Neon að Lækjargötu 8 Siglufirði með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Leigutími er frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 517. fundur - 05.09.2017

Lagður fram samningur um leigu húsnæðis að Lækjargötu 8, Siglufirði, vegna starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Neon.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18.09.2018

Lögð fram drög að samningi milli Siglunes Guesthouse ehf og Fjallabyggðar um leigu húsnæðis að Lækjargötu 8, Siglufirði fyrir félagsmiðstöðina Neon.
Leigutímabil er frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 03.09.2019

Lögð fram drög að samningi milli Siglunes Gesthouse og Fjallabyggðar um leigu húsnæðis að Lækjargötu 8 Siglufirði fyrir félagsmiðstöðina Neon fyrir tímabilið 01.09.2019 til 31.08.2020.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 665. fundur - 01.09.2020

Lögð fram drög að samningi um leigu húsnæðis að Lækjargötu 8, Siglufirði fyrir félagsmiðstöðina Neon.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 709. fundur - 16.09.2021

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 8. september sl.. Í minnisblaðinu óskar deildarstjóri heimildar til undirritunar leigusamnings vegna leigu á neðri hæð Lækjargötu 8, Siglufirði fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Neon til 31. desember 2021. Um er að ræða sambærilegan samning og hefur verið í gildi og rúmast hann innan gildandi fjárheimilda. Einnig eru fram lögð drög að leigusamningi.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að leigusamningi og heimilar deildarstjóra að undirrita samninginn f.h. sveitarfélagsins.