Umsóknir um starf markaðs- og menningarfulltrúa

Málsnúmer 1604076

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18.05.2016

Helga Helgadóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls. S. Guðrún Hauksdóttir mætti í hennar stað.

17 umsóknir bárust um starf markaðs- og menningarfulltrúa.

Umsækjendur eru:
Anna Hulda Júlíusdóttir
Ásdís Sigurðardóttir
Björn S. Lárusson
Davíð Fjölnir Ármannsson
Diðrik Gunnarsson
Eiríkur Níels Níelsson
Guðrún Ingimundardóttir
Helgi Jónasson
Jón Ólafur Björgvinsson
Linda Lea Bogadóttir
María Lóa Friðjónsdóttir
Miguel Ferreira
Stefano Ferrari
Sæmundur Ámundason
Una Dögg Guðmundsdóttir
Vigdís Arna Jóns Þuríðardóttir
Þórey S. Þórisdóttir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna úr umsóknum og taka 7 umsækjendur í viðtöl sem uppfylla best menntunar- og hæfnisskilyrði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 06.06.2016

Helga Helgadóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls. S. Guðrún Hauksdóttir mætti í hennar stað.

Á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2015, var samþykkt að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna úr umsóknum í starf markaðs- og menningarfulltrúa og taka 7 umsækjendur í viðtöl sem uppfylltu best menntunar- og hæfnisskilyrði.
17 umsóknir bárust um starf markaðs- og menningarfulltrúa.

Umsögn bæjarstjóra og formanns bæjarráðs lögð fram.
Í niðurstöðu umsagnar er lagt til að Linda Lea Bogadóttir verði ráðin í starf markaðs- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Lindu Leu Bogadóttur í starf markaðs- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14.06.2016

Helga Helgadóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016 var samþykkt að ráða Lindu Leu Bogadóttur í starf markaðs- og menningarfulltrúa.

Bæjarráði til upplýsingar hefur tveimur umsækjendum verið send umsögn sem lögð var fram á þeim fundi.