Styrkir vegna námsupplýsingakerfis

Málsnúmer 1605025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18.05.2016

Lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 4. maí 2016, þar sem óskað er eftir upplýsingum um nýtingu styrks til uppfærslu námsupplýsingakerfis grunnskóla.

Óskað er eftir að upplýsingarnar berist ráðuneytinu fyrir 10. júní.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 01.06.2016

Á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2016, var lagt fram erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 4. maí 2016, þar sem óskað er eftir upplýsingum um nýtingu styrks til uppfærslu námsupplýsingakerfis grunnskóla.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Umsögn lögð fram.
Þar kemur m.a. fram að Fjallabyggð fékk 190.000 kr. í styrk sem var nýttur til að kaupa uppfærslu á MENTOR eða viðbótina sem var sérstaklega hönnuð til að sinna nýju matskerfi.