Óviðundandi ástand bakka við Suðurgötu 20 Siglufirði

Málsnúmer 1507032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18.05.2016

Lögð fram beiðni eiganda að Lindargötu 17 Siglufirði, dagsett 12. maí 2016, um lagfæringu á bakkanum á lóðarmörkum Lindargötu og Suðurgötu með steyptum vegg.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 200. fundur - 23.05.2016

Eigandi Lindargötu 17 fer fram á að bærinn steypi vegg við neðri lóðarmörk (austan við lóð Lindargötu 17) skv. tölvupósti frá eiganda lóðar til Fjallabyggðar.
Með vísan í bókun frá 445.fundi bæjarráðs þá er málinu frestað þar til að umsögn deildarstjóra tæknideildar liggur fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 453. fundur - 05.07.2016

Á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2016, var tekin fyrir beiðni eiganda að Lindargötu 17 Siglufirði um lagfæringu á bakkanum á lóðarmörkum Lindargötu og Suðurgötu með steyptum vegg.
Bæjarráð óskaði þá eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Umsögn deildarstjóra tæknideildar Ármanns V. Sigurðssonar lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindi til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.