Líkamsrækt, Siglufirði

Málsnúmer 1511002

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 04.11.2015

Ungmennaráð bendir á að lagfæra þarf tækin í ræktinni og gera ráð fyrir endurnýjun tækja að einhverju leyti í fjárhagsáætlun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 03.12.2015

Á 419. fundi bæjarráðs, 17. nóvember 2015, samþykkti bæjarráð að óska eftir úttekt íþrótta- og tómstundafulltrúa á tækjakosti líkamsræktarstöðvanna í Fjallabyggð.

Lagður fram listi yfir það sem talið er að bráðvanti að endurnýja í tækjakosti.

Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna með möguleika á tækjaleigu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19.01.2016

Í framhaldi af ósk bæjarráðs frá 17. nóvember, var á 423. fundi bæjarráðs, 3. desember s.l. lagður fram listi yfir það sem talið er að bráðvanti að endurnýja í tækjakosti í líkamsrækt.
Bæjarráð fól íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna með möguleika á tækjaleigu.

Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og kynnti niðurstöðu könnunar.

Bæjarráð óskar eftir að íþrótta- og tómstundafulltrúi kanni með verð í tækjakaup frá fleiri aðilum en fram hafa komið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 445. fundur - 18.05.2016

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 17. maí 2016, varðandi líkamsræktartæki.

Þar kemur m.a. fram að fulltrúi GYM-heilsu sem er með Nautilus líkamsræktartæki og rekur líkamsrækt í Kópavogi, Vogum, Hafnarfirði, Hellu og Grindavík hafi haft samband og boðið Fjallabyggð notuð tæki til kaups sem falla til við lokun GYM-heilsu á stöðvunum í Kópavogi.

Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála hafa skoðað tækin og er ástand þeirra mjög gott.

Þeirra mat er að tilboð GYM- heilsu sé ásættanlegt og með kaupum á þessum tækjum væri hægt að endurnýja tækin í báðum líkamsræktarstöðvunum.

Bæjarráð samþykkir tilboð GYM-heilsu og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2016 sem lagður verður fram á næsta fundi bæjarráðs. Á þeim fundi verða einnig lögð fram drög að samningi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24.05.2016

Lögð fram drög að samningi við Gym-heilsu um kaup á líkamsræktartækjum.

Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi kaupsamning.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25.10.2016

Lagt fram tilboð frá Klínik Sjúkraþjálfun í Bæjarlindinni í Kópavogi, dagsett 19. október 2016 í sölu á 3 Nautilus æfingatækjum.
Bæjarráð afþakkar gott boð, þar sem nýbúið er að fjárfesta í tækjum fyrir báðar líkamsræktarstöðvar í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Lagt fram bréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, dagsett 10. október 2016, þar sem stjórn UÍF óskar Fjallabyggð til hamingju með endurbætta aðstöðu líkamsræktarstöðva Fjallabyggðar svo og glæsilegan tækjakost.

Bæjarráð þakkar ÚÍF fyrir bréfið.