Bæjarráð Fjallabyggðar

414. fundur 27. október 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ósk um niðurfellingu á viðskiptaskuld

Málsnúmer 1509056Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi Jassklúbbs Ólafsfjarðar, Gísli Rúnar Gylfason.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.

2.Reglubundin skoðun - Vigtarskúr

Málsnúmer 1510110Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti yfirhafnarvörður, Þorbjörn Sigurðsson.

Til umfjöllunar var skoðunarskýrsla Vinnueftirlits frá 20. október 2015 í kjölfar heimsóknar á hafnarvogina á Siglufirði og viðbrögð við skýrslunni.

Bæjarráð óskar eftir formlegri umsögn yfirhafnarvarðar um skoðunarskýrsluna með úrbætur í huga, fyrir fund bæjarráðs í næstu viku.

3.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 1505055Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2016 og þau kynnt.

4.Snjómokstur - breyting fjárhagsáætlunar 2015

Málsnúmer 1510081Vakta málsnúmer

Þar sem staða fjárhagsliða vegna snjómoksturs og hálkueyðingu er komin fram yfir ársáætlun eins og staðan er í dag, óskar deildarstjóri tæknideildar eftir heimild til þess að færa 7,5 milljón af fjárhagslið 10-31 rekstur gatnakerfis yfir á 10-61 snjómokstur og hálkueyðingu.
Þá yrði eftir fjárheimild til þess að halda úti snjómokstri í 10 daga fram að áramótum.

Bæjarráð samþykkir tilfærslu á milli fjárhagsáætlunarliða og vísar til viðauka við fjárhagáætlun 2015.

5.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

Málsnúmer 1509024Vakta málsnúmer

Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 20. október 2015 um úthlutun byggðakvóta lagt fram til kynningar.
Um er að ræða 209 þorskígildistonn fyrir Ólafsfjörð og 102 tonn fyrir Siglufjörð.
Vilji bæjarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum fyrir 10. nóvember 2015.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að bréfi til ráðuneytisins, þar sem óskað er eftir leiðréttingu á úthlutun til Ólafsfjarðar sem hefur lækkað um 91 þorskígildistonn frá því í fyrra, þrátt fyrir að ríflega 400 þorskígildistonn hafi verið seld út úr byggðalaginu snemma á árinu.
Óskað er eftir leiðréttingu og rökstuðningi við fengna niðurstöðu.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í Atvinnumálanefnd.

6.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 1404008Vakta málsnúmer

Á 408. fundi bæjarráðs, 8. september 2015, samþykkti bæjarráð að ganga til samninga, við aðila sem sýndi áhuga á að eignast Kirkjuveg 4, á ákveðnum forsendum og fól deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við viðkomandi aðila.

Með tilkynningu 19. október s.l. hefur kaupandinn hætt við.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að húsið verði rifið.



7.Snjóflóðaeftirlit á Skíðasvæðinu Skarðsdal

Málsnúmer 1501055Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi snjóflóðaeftirlit.

Fyrr á þessu ári óskaði rekstraraðili skíðasvæðisins eftir breytingu á ákvæði samnings er varðaði snjóflóðaeftirlit.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp hið fyrsta í stjórn Leyningsáss.

8.Málefni Arion banka í Fjallabyggð

Málsnúmer 1507022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf svæðisstjóra Arion banka á Norðurlandi, dagsett 20. október 2015, þar sem fram kemur m.a. að samruni AFLs sparisjóðs og Arion banka hafi gengið formlega í gegn með samþykki Fjármálaeftirlitsins og stjórna bæði Arion banka og AFLs sparisjóðs. Starfrækt verða undir merkjum Arion banka tvö útibú í Fjallabyggð, annað í Ólafsfirði og hitt á Siglufirði. Að auki verður áfram fjarvinnsla fyrir bankann á Siglufirði.

9.Eigendastefna fyrir þjóðlendur - boð á samráðsfund

Málsnúmer 1510100Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð forsætisráðuneytis til sveitarfélaga sem hafa þjóðlendur innan sinna staðarmarka og nokkurra aðila sem nýta land og landsréttindi innan þjóðlendna.

Hjá forsætisráðuneytinu er nú unnið að mótun eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Ráðuneytinu er falin umsjón með þeim skv. lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998.

Fram að þessu hefur verið lögð áhersla á að ná yfirsýn yfir þau vafa- og álitamál sem æskilegt væri að stefnan leysti úr. Nú er hins vegar komið að því að hafa samráð við hagsmunaaðila um þessi efni áður en ráðuneytið mótar afstöðu sem birtast mun í drögum að eigendastefnu.

Fjallabyggð er boðið að koma eða senda einn fulltrúa á 3. fund, sem haldinn verður 30. október 2015 í Reykjavík, um nýtingu með leyfi sveitarstjórna.

Viðfangsefni fundarins er það hvaða forsendur gætu legið til grundvallar samþykkt eða synjun forsætisráðherra sem kveðið er á um í 3. mgr. 3. gr. þjóðlendulaganna þegar sveitarstjórn veitir leyfi til nýtingar lands eða landsréttinda innan þjóðlendna.

10.Rætur bs. - Staða byggðasamlagsins

Málsnúmer 1503001Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa til bæjarstjórnar formlegri staðfestingu á samþykktum Róta bs. ásamt þjónustusamningi.

11.Skammdegishátíð - bæjarhátíð

Málsnúmer 1510093Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á skammdegishátíð, sem Listhúsið í Ólafsfirði er í forsvari fyrir, og stendur yfir frá 28. janúar n.k. til 21. febrúar.

12.Tilnefningar á Landsskrá Íslands um Minni heimsins

Málsnúmer 1510075Vakta málsnúmer

Frestur til að skila inn fyrstu tilnefningum á Landsskrá Íslands um Minni heimsins hefur verið framlengdur til 1. nóvember nk.

Markmiðið með opnun fyrir tilnefningar á Landsskrá Íslands um Minni heimsins er að efla vitund um mikilvægi hins skráða menningararfs í öllum byggðum landsins samhliða því að stuðla að varðveislu heimildanna og aðgengi almennings að þeim.

Lagt fram til kynningar.

13.Ályktanir landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015

Málsnúmer 1510074Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ályktanir landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem haldið var 16. og 17. okt. 2015.

14.Ályktun byggðamál 2015

Málsnúmer 1510070Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun um byggðamál sem Landsbyggðin lifi sendi frá sér af aðalfundi 10. október 2015.

15.Niðurstöður könnunar um vinnumat og gæslu

Málsnúmer 1510094Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla vegna könnunar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem lögð var fyrir skólastjórnendur um allt land dagana 3.- 8. september s.l. varðandi stöðuna á gerð vinnumats og gæslumála í skólum.

Fundi slitið.