Ósk um niðurfellingu á viðskiptaskuld

Málsnúmer 1509056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Tekið fyrir erindi Jassklúbbs Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir niðurfellingu á viðskiptaskuld frá árinu 2012, vegna auglýsinga um jasshátíð klúbbsins það árið, þar sem þáverandi menningarfulltrúi hafi samþykkt að Fjallabyggð greiddi þær.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að veita umsögn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 413. fundur - 20.10.2015

Á 410. fundi bæjarráðs, 28. september 2015, var tekið fyrir erindi Jassklúbbs Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir niðurfellingu á viðskiptaskuld frá árinu 2012, vegna auglýsinga á Jasshátíð klúbbsins það árið, þar sem þáverandi menningarfulltrúi hafi samþykkt að Fjallabyggð greiddi þær.

Bæjarráð fól deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að veita umsögn.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð óskar eftir því að forsvarsmenn Jassklúbbs Ólafsfjarðar mæti á fund ráðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27.10.2015

Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi Jassklúbbs Ólafsfjarðar, Gísli Rúnar Gylfason.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.