Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 1404008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16.04.2014

Lagt fram bréf frá Helga Jóhannssyni Hlíðarvegi 71, Ólafsfirði dags. 3. apríl 2014.  Fram kemur í bréfi hans áskorun um að auglýsa Kirkjuveg 4 til sölu.

Bæjarráð tekur undir þær ábendingar sem fram koma í bréfinu og felur tæknideild að auglýsa húsið til sölu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 338. fundur - 29.04.2014

Lögð fram tillaga - drög að auglýsingu. Lögð er þar áhersla á að húsnæðið verði auglýst strax, en lagt er til að málið verði tekið til endurskoðunar eftir þrjá mánuði.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 01.07.2014

Helgi Jóhannson sendi bæjarráði bréf dags. 3. apríl s.l.
Þann  29. apríl var samþykkt í bæjarráði að auglýsa Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði til sölu. Engin tilboð hafa borist í umrædda eign.

Bæjarráð ákvað á fundi sínum í apríl að taka málið aftur fyrir til endurskoðunar eftir þrjá mánuði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort húsafriðunarnefnd hefur áhuga á varðveislu hússins og þar með aðkomu að verkefninu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21.10.2014

Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands dags. 9. október 2014. Í bréfi bæjarstjóra frá 9. júlí til Minjastofnunar er kallað eftir afstöðu húsafriðunarnefndar til varðveislu hússins við Kirkjuveg 4 Ólafsfirði.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að tryggja að húsnæðið valdi ekki tjóni í vetur.
Bæjarráð telur rétt að láta fara fram ástandsskoðun á eigninni hið fyrsta.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk til Minjastofnunar til að greiða umrædda ástandsskoðun og áætlunargerðar um endurbyggingu hússins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21.04.2015

Lagt fram til kynningar svar Minjastofnunar, dagsett 8. apríl 2015, við umsókn bæjarfélagsins um styrk úr húsafriðunarsjóði til lagfæringa á Kirkjuvegi 4, Ólafsfirði.

Ekki reyndist unnt að styrkja verkefnið.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa húsið til sölu með þeirri kvöð að kaupanda verði gert að gera húsnæðið upp og bæjarfélagið veiti styrk að upphæð 3 milljónir til endurbóta, sem verða greiddar út samkvæmt framgöngu verksins.
Endurbótaframlag tengt sölu hússins verði tímabundið og miðist við að húsið verði selt fyrir 1. júní 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11.06.2015

Tekið fyrir erindi frá Sævari Eyjólfssyni varðandi Kirkjuveg 4 Ólafsfirði.

389. fundur bæjarráðs samþykkti að auglýsa húsið til sölu með þeirri kvöð að kaupanda yrði gert að gera húsnæðið upp og bæjarfélagið veiti styrk að upphæð 3 milljónir til endurbóta, sem yrði greitt út samkvæmt framgöngu verksins.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókun og felur deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að taka upp viðræður við bréfritara.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 408. fundur - 08.09.2015

Aðili hefur áhuga á að eignast Kirkjuveg 4 og ætlar að endurnýja og gera upp húsið.
Kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og skrifleg verkáætlun liggur nú fyrir.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga, á ákveðnum forsendum og felur deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við viðkomandi aðila.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 414. fundur - 27.10.2015

Á 408. fundi bæjarráðs, 8. september 2015, samþykkti bæjarráð að ganga til samninga, við aðila sem sýndi áhuga á að eignast Kirkjuveg 4, á ákveðnum forsendum og fól deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við viðkomandi aðila.

Með tilkynningu 19. október s.l. hefur kaupandinn hætt við.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að húsið verði rifið.



Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 08.12.2015

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram fyrirspurn um niðurrif á Kirkjuvegi 4 Ólafsfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurn á næsta fundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15.12.2015

Á 428. fundi bæjarráðs, 8. desember 2015, lagði Sólrún Júlíusdóttir, fram fyrirspurn um niðurrif á Kirkjuvegi 4 Ólafsfirði.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara fyrirspurn á næsta fundi.

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð að húsið yrði rifið þegar snjóa leysir í vor.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir foktjón.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 06.09.2016

Tekið fyrir erindi Ásþórs Guðmundssonar, dagsett 27. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir því að fá að eignast og endurbyggja Kirkjuveg 4 Ólafsfirði, með þeim skilyrðum að bæjarfélagið veiti framkvæmdalán að upphæð 7,5 millj. til viðbótar þeirri upphæð sem áætluð var í niðurrif þess.

Bæjarráð hafnar kaupbeiðni frá Ásþóri Guðmundssyni um kaup á húsinu að Kirkjuvegi 4 Ólafsfirði á grundvelli þess að bærinn ætlar sér ekki að veita framkvæmdalán til endurbóta.

Samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar Ármanns V. Sigurðssonar áætlar verktaki sá sem var fenginn til að rífa húsið að hefja verkið um miðjan september og ljúka því í haust.

Bæjarráð áréttar að staðið sé við þá verkáætlun.